Lið Guðmundar svarar Hanning og segir ummæli hans fordæmalaus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2021 11:01 Bob Hanning gerði allt vitlaust með ummælum sínum um þýsku landsliðsmennina hjá Melsungen. getty/Jan-Philipp Burmann Stjórnarmaður Melsungen segir að ásakanir Bobs Hannings, varaforseta þýska handknattleikssambandsins og framkvæmdastjóra Füchse Berlin, séu fordæmalausar. Sex þýskir landsliðsmenn leika með Melsungen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Hanning lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu hjá félaginu og sagði að engir af landsliðsmönnunum hjá því hafi bætt sig síðan þeir komu þangað. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins. Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir.“ Umræddir leikmenn eru Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Axel Geerken, stjórnarmaður Melsungen, brást við ummælum Hannings og gagnrýndi þau. „Að háttsettur maður innan handknattleikssambandsins lýsi félagi á svona neikvæðan hátt er fordæmalaust. Ummæli Bobs Hanning eru bein árás á félagið okkar og leikmenn þess,“ sagði Geerken. Þrátt fyrir góðan mannskap hefur Melsungen ekki gengið vel á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Þá tapaði Melsungen fyrir Lemgo í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Geerken viðurkennir að árangurinn á tímabilinu sé ekki góður og enginn hjá Melsungen sé ánægður með hann, allra síst sexmenningarnir sem Hanning gagnrýndi. Geerken grunar að Hanning sé að búa sig undir að kenna Melsungen um mögulega slaka frammistöðu Þýskalands á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það verður annað stórmót þýska liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Akureyringurinn velur þýska hópinn fyrir Ólympíuleikana á mánudaginn. Til að auka á dramatíkina mætast Melsungen og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson leikur með Melsungen og Elvar Örn Jónsson gengur í raðir liðsins í sumar. Þýski handboltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Sex þýskir landsliðsmenn leika með Melsungen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Hanning lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu hjá félaginu og sagði að engir af landsliðsmönnunum hjá því hafi bætt sig síðan þeir komu þangað. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins. Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir.“ Umræddir leikmenn eru Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Axel Geerken, stjórnarmaður Melsungen, brást við ummælum Hannings og gagnrýndi þau. „Að háttsettur maður innan handknattleikssambandsins lýsi félagi á svona neikvæðan hátt er fordæmalaust. Ummæli Bobs Hanning eru bein árás á félagið okkar og leikmenn þess,“ sagði Geerken. Þrátt fyrir góðan mannskap hefur Melsungen ekki gengið vel á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Þá tapaði Melsungen fyrir Lemgo í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Geerken viðurkennir að árangurinn á tímabilinu sé ekki góður og enginn hjá Melsungen sé ánægður með hann, allra síst sexmenningarnir sem Hanning gagnrýndi. Geerken grunar að Hanning sé að búa sig undir að kenna Melsungen um mögulega slaka frammistöðu Þýskalands á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það verður annað stórmót þýska liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Akureyringurinn velur þýska hópinn fyrir Ólympíuleikana á mánudaginn. Til að auka á dramatíkina mætast Melsungen og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson leikur með Melsungen og Elvar Örn Jónsson gengur í raðir liðsins í sumar.
Þýski handboltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira