Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að eldur var á tveimur stöðum á svæðinu, annars vegar í bíl sem stóð á miðju plani á neðra geymslusvæði stöðvarinnar og hins vegar í papparusli í nokkurra metra fjarlægð frá bílnum.
Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og það megi þakka því að bíllinn stóð fjarri öðru eldfimu efni, og því litlar líkur á að eldurinn næði að breiða úr sér.
Samkvæmt tilkynningu gekk slökkvistarfið vel og lögregla er nú með málið til rannsóknar.