Einn áhorfandi sem var á Parken, heimavelli Dana, í 4-1 sigrinum á mánudaginn hefur greinst smitaður með Delta afbrigðið af kórónuveirunni.
Því sendu heilbrigðisyfirvöld í Danmörku að þeir áhorfendur sem voru í hólfi C 1-4 og C 6-7 til þess að fara í próf.
@STPS_DK opfordrer tilskuere i sektion C 1-4 og C 6-7 i Parken til kampen mellem Danmark og Belgien d. 17. juni til at tage en PCR-test hurtigst muligt. Ingen anbefaling om isolation. Enkelte tilskuere er testet positive med Delta-varianten #COVID19dk
— Styrelsen for Patientsikkerhed (@STPS_DK) June 23, 2021
Um 25 þúsund manns voru á vellinum en ekki er vitað til hversu margir þurfa að fara í próf. Þó er þeim ekki sætt að gangast undir sóttkví fram að prófi.
Danirnir unnu 4-1 sigur á Rússlandi og eru komnir í 16-liða úrslitin þar sem þeir mæta Wales á laugardag.
Mikil hátíðarhöld voru í Danmörku á mánudagskvöldið. Fólk dansaði fram eftir nóttu og morguninn eftir mátti sjá á götum Kaupmannahafnar að heimamenn hefðu skemmt sér.
❤️🇩🇰🍾 pic.twitter.com/kl55KuAzmd
— Jes Mortensen (@JesMortensen) June 21, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.