Víkingur í úrslit alþjóðlegrar barþjónakeppni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2021 13:30 Víkingur Thorsteinsson barþjónn. Aðsent Víkingur Thorsteinsson barþjónn og einn af eigendum Jungle Cocktail Bar er kominn í átta manna úrslit í Bacardi Legacy, einni stærstu barþjónakeppni heims. Drykkurinn hans kallast Pangea. Er þetta mikil viðurkenning fyrir íslenska barþjónamenningu enda hörð keppni um allan heim að komast í lokakeppnina. Víkingur er fyrsti íslenski barþjónninn til þess að komast í úrslit keppninnar. 39 keppendur sem allir unnu sína heimamarkaði kepptu í lokakeppni Bacardi Legacy síðustu tvo daga og óhætt að segja að þetta var hörð keppni um plássinn í úrslitin. „Víkingur hefur unnið vel að þessari för síðan hann vann keppnina fyrst hér á landi og barðist svo á móti Finnlandi um sætið í lokakeppninni. Bakvið þessa ferð hafa farið hundruð klukkustunda hjá Víkingi við að kynna drykk sinn og Bacardi Legacy, allt sem hann hefur gert með mikilli prýði og öðrum barþjónum til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu um þátttöku Víkings í keppninni. Barþjónar sem ná að keppa í alþjóðlegu keppninni eru oftast eftirsóttir í verkefni um allan heim og mun þetta því hugsanlega vera stór stökkpallur fyrir Víking í hans starfi. Lokakeppnin fer fram á miðvikudaginn í næstu viku. Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Er þetta mikil viðurkenning fyrir íslenska barþjónamenningu enda hörð keppni um allan heim að komast í lokakeppnina. Víkingur er fyrsti íslenski barþjónninn til þess að komast í úrslit keppninnar. 39 keppendur sem allir unnu sína heimamarkaði kepptu í lokakeppni Bacardi Legacy síðustu tvo daga og óhætt að segja að þetta var hörð keppni um plássinn í úrslitin. „Víkingur hefur unnið vel að þessari för síðan hann vann keppnina fyrst hér á landi og barðist svo á móti Finnlandi um sætið í lokakeppninni. Bakvið þessa ferð hafa farið hundruð klukkustunda hjá Víkingi við að kynna drykk sinn og Bacardi Legacy, allt sem hann hefur gert með mikilli prýði og öðrum barþjónum til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu um þátttöku Víkings í keppninni. Barþjónar sem ná að keppa í alþjóðlegu keppninni eru oftast eftirsóttir í verkefni um allan heim og mun þetta því hugsanlega vera stór stökkpallur fyrir Víking í hans starfi. Lokakeppnin fer fram á miðvikudaginn í næstu viku.
Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira