Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 20:06 Derek Chauvin í réttarsalnum í Hennepin-sýslu þar sem refsing hans var ákvörðuð í dag. Vísir/AP Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. Dómarinn í málinu dæmdi Chauvin til strangari refsingar en refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir vegna alvarleika þeirra. Hann gekk þó ekki jafnlangt og saksóknarar vildu en þeir kröfðust þess að Chauvin yrði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Chauvin var sakfelldur fyrir manndráp án ásetnings og af gáleysi. AP-fréttastofan segir að Chauvin gæti fengið reynslulausn þegar hann hefur afplánað fimmtán ár ef hann hegðar sér vel í fangelsi. Hann er 45 ára gamall. Atvikið þegar Chauvin hélt hné sínu á hálsi Floyd, 46 ára gamals blökkumanns, í níu og hálfa mínútu náðist á myndbandsupptöku sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Á henni sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að gera honum ljóst að hann næði ekki andanum og mótbárur vegfarenda. Fyrir dómsuppkvaðninguna lýsti Chauvin samúð sinni með fjölskyldu Floyd en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig við réttarhöldin. Hann gæti enn átt yfir höfði sér frekari refsingu í máli sem alríkisstjórnin hefur höfðað gegn honum vegna brota á borgararéttindum Floyd. Réttað verður yfir þremur öðrum fyrrverandi lögreglumönnum sem stóðu hjá á meðan Chauvin varð Floyd að bana í mars. Þeir eru sakaðir um hlutdeild í drápinu. Þeirra bíða einnig alríkisákærur fyrir að brjóta gegn borgararéttindum Floyd. Fréttin hefur verið uppfærð. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Dómarinn í málinu dæmdi Chauvin til strangari refsingar en refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir vegna alvarleika þeirra. Hann gekk þó ekki jafnlangt og saksóknarar vildu en þeir kröfðust þess að Chauvin yrði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Chauvin var sakfelldur fyrir manndráp án ásetnings og af gáleysi. AP-fréttastofan segir að Chauvin gæti fengið reynslulausn þegar hann hefur afplánað fimmtán ár ef hann hegðar sér vel í fangelsi. Hann er 45 ára gamall. Atvikið þegar Chauvin hélt hné sínu á hálsi Floyd, 46 ára gamals blökkumanns, í níu og hálfa mínútu náðist á myndbandsupptöku sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Á henni sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að gera honum ljóst að hann næði ekki andanum og mótbárur vegfarenda. Fyrir dómsuppkvaðninguna lýsti Chauvin samúð sinni með fjölskyldu Floyd en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig við réttarhöldin. Hann gæti enn átt yfir höfði sér frekari refsingu í máli sem alríkisstjórnin hefur höfðað gegn honum vegna brota á borgararéttindum Floyd. Réttað verður yfir þremur öðrum fyrrverandi lögreglumönnum sem stóðu hjá á meðan Chauvin varð Floyd að bana í mars. Þeir eru sakaðir um hlutdeild í drápinu. Þeirra bíða einnig alríkisákærur fyrir að brjóta gegn borgararéttindum Floyd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira