Fín veiði á Skagaheiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2021 14:06 Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Veiðin í hálendisvötnunum fer nú stigmagnandi en framundan er júlímánuður sem er besti mánuður sumarsins til að sækja silung í fjalla og heiðarvötnin. Skagaheiðin er mjög vinsæl hjá hópi veiðimanna og þar innan um eru reynsluboltar sem hafa sótt í vötnin í áratugi. Veiðin hefur hjá flestum farið vel af stað hjá fyrsta degi og mýmörg dæmi eru um að veiðimenn séu að fá 50 silunga á dag á stöng þegar best lætur. Það skal þó hafa í huga að þarna er um að ræða veiðimenn sem þekkja vötnin vel og þurfa ekki mikið að leita af fiski heldur vita hvert á að fara eftir veðri til að veiða vel. Þeir sem eru að sækja heiðina í fyrsta skipti geta líka gert mjög fína veiði enda er nóg af silung í flestum vötnunum. Miðað við veðurspánna næstu daga er frábært að skella sér norður því einna best er að veiða á hlýjum sumardögum og þá eins og venjulega er takan best snemma á morgnana til 11:00 og svo virðist allt fara í gang seinni partinn og oftar en ekki langt fram á kvöld. Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði
Skagaheiðin er mjög vinsæl hjá hópi veiðimanna og þar innan um eru reynsluboltar sem hafa sótt í vötnin í áratugi. Veiðin hefur hjá flestum farið vel af stað hjá fyrsta degi og mýmörg dæmi eru um að veiðimenn séu að fá 50 silunga á dag á stöng þegar best lætur. Það skal þó hafa í huga að þarna er um að ræða veiðimenn sem þekkja vötnin vel og þurfa ekki mikið að leita af fiski heldur vita hvert á að fara eftir veðri til að veiða vel. Þeir sem eru að sækja heiðina í fyrsta skipti geta líka gert mjög fína veiði enda er nóg af silung í flestum vötnunum. Miðað við veðurspánna næstu daga er frábært að skella sér norður því einna best er að veiða á hlýjum sumardögum og þá eins og venjulega er takan best snemma á morgnana til 11:00 og svo virðist allt fara í gang seinni partinn og oftar en ekki langt fram á kvöld.
Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði