Þúsundir leituðu út á götur borgarinnar, veifuðu fánum og sprengdu flugelda í fagnaðarlátunum. Ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi í héraðinu í gær vegna mannúðarástæðna. Stjórnarherinn réðst inn í héraðið og náði völdum í Mekelle í nóvember síðastliðnum og hafa hörð átök geisað í héraðinu undanfarna mánuði.
Þúsundir hafa farist í átökunum og talið er að 350 þúsund manns hafi orðið hungursneyð að bráð. Meira en tvær milljónir manna hafa flúið heimili sín frá því að átökin hófust og hafa flestar mannréttindastofnanir lýst yfir neyðarástandi í héraðinu.
Eftir hörð átök milli Frelsishers fólksins í Tigray (TPLF) og stjórnarhersins fyrir utan Mekelle undanfarna daga tókst frelsishernum að ná aftur stjórn á borginni í gær. Stjórnvöld lýstu í kjölfarið yfir vopnahléi til þess að unnt verði að sá fyrir næstu uppskeru en Tigray hérað er mikilvægt landbúnaðarhérað fyrir Eþíópíu.