Skildi dótturina eftir til að geta keppt á heimsleikunum: Grætur á hverjum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 08:30 Kara Saunders með dóttur sinni Scottie sem er nýorðin tveggja ára gömul. Instagram/@karasaundo Kara Saunders er mjög sterk fyrirmynd fyrir allar íþróttamömmur heimsins en þessi frábæra CrossFit kona reynir það á eigin skinni að það getur verið mjög erfitt fyrir keppniskonu í fremstu röð að eiga á sama tíma lítið barn. Gott dæmi er sú staða sem Kara er í núna. Hún er frá Ástralíu og þarf því að ferðast hinum megin á hnöttinn til að keppa á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í lok þessa mánaðar í Bandaríkjunum. Kara á tveggja ára dóttur, Scottie, sem er fyrir löngu orðin þekkt stærð í CrossFit heiminum þrátt fyrir ungan aldur enda oftast í kringum mömmu sína þegar Kara æfir. Það besta er síðan að sjá barnið reyna að herma eftir mömmu sinni og gera sömu CrossFit æfingar á sinn hátt. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara þurfti að fara í langt ferðalag til að komast á heimsleikana og hún fór af stað löngu fyrir leikana til að venjast tímamismun og öðru. Hún þarf síðan að fara í gegnum langa sóttkví þegar hún snýr til baka. Kara ákvað að hlífa dóttur sinni við þessu óeðlilega lífi á hótelum í margar vikur og skyldi hana eftir hjá föður sínum í Ástralíu. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt fyrir mömmuna án Scottie eins og hún tjáði sig um á samfélagsmiðlum. „Að skilja hana eftir er eitt það erfiðasta sem ég hef og mun nokkurn tíma gera. Ég hef grátið mikið alla daga síðan ég þurfti að taka þessa ákvörðun sem er án efa það besta fyrir hana sjálfa. Það gerði þetta enn erfiðara að þurfa að venja hana af brjóstagjöf áður en ég fór sem var annað skrímsli út af fyrir sig,“ skrifaði Kara Saunders á Instagram. „Já ég veit að fólk þarf oft að skilja börnin sína eftir en kringumstæður hvers og eins eru þeirra. Þessi stelpa hefur verið með mér alla daga. Hún hefur fært fórnir með mér svo ég geti keppt á ný. Ég verð ein í þessu en þetta hefur hundrað prósent verið liðsframtak,“ skrifaði Kara. „Ef þið sjáið mig gráta á keppnisgólfinu er það af því að ég er svo veikgeðja og litla fjölskyldan mín fullkomnar mig. Í allri þessari sorg þá er ég svo heppin að eiga að fólk sem ég elska svo mikið að ég verið svona leið án þeirra,“ skrifaði Kara. CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Ofurmamman komin inn á heimsleikana Kara Saunders vann Torian Pro undanúrslitamótið í Ástralíu með sannfærandi hætti um helgina og tryggði sér með því sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. 1. júní 2021 08:31 Dóttir Köru Saunders slær í gegn með því að herma eftir mömmu sinni Ástralska CrossFit stjarnan Kara Saunders er mikil fyrirmynd fyrir þær CrossFit konur sem verða ófrískar og vilja koma til baka inn á keppnisgólfið. 4. desember 2020 17:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Gott dæmi er sú staða sem Kara er í núna. Hún er frá Ástralíu og þarf því að ferðast hinum megin á hnöttinn til að keppa á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í lok þessa mánaðar í Bandaríkjunum. Kara á tveggja ára dóttur, Scottie, sem er fyrir löngu orðin þekkt stærð í CrossFit heiminum þrátt fyrir ungan aldur enda oftast í kringum mömmu sína þegar Kara æfir. Það besta er síðan að sjá barnið reyna að herma eftir mömmu sinni og gera sömu CrossFit æfingar á sinn hátt. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara þurfti að fara í langt ferðalag til að komast á heimsleikana og hún fór af stað löngu fyrir leikana til að venjast tímamismun og öðru. Hún þarf síðan að fara í gegnum langa sóttkví þegar hún snýr til baka. Kara ákvað að hlífa dóttur sinni við þessu óeðlilega lífi á hótelum í margar vikur og skyldi hana eftir hjá föður sínum í Ástralíu. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt fyrir mömmuna án Scottie eins og hún tjáði sig um á samfélagsmiðlum. „Að skilja hana eftir er eitt það erfiðasta sem ég hef og mun nokkurn tíma gera. Ég hef grátið mikið alla daga síðan ég þurfti að taka þessa ákvörðun sem er án efa það besta fyrir hana sjálfa. Það gerði þetta enn erfiðara að þurfa að venja hana af brjóstagjöf áður en ég fór sem var annað skrímsli út af fyrir sig,“ skrifaði Kara Saunders á Instagram. „Já ég veit að fólk þarf oft að skilja börnin sína eftir en kringumstæður hvers og eins eru þeirra. Þessi stelpa hefur verið með mér alla daga. Hún hefur fært fórnir með mér svo ég geti keppt á ný. Ég verð ein í þessu en þetta hefur hundrað prósent verið liðsframtak,“ skrifaði Kara. „Ef þið sjáið mig gráta á keppnisgólfinu er það af því að ég er svo veikgeðja og litla fjölskyldan mín fullkomnar mig. Í allri þessari sorg þá er ég svo heppin að eiga að fólk sem ég elska svo mikið að ég verið svona leið án þeirra,“ skrifaði Kara.
CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Ofurmamman komin inn á heimsleikana Kara Saunders vann Torian Pro undanúrslitamótið í Ástralíu með sannfærandi hætti um helgina og tryggði sér með því sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. 1. júní 2021 08:31 Dóttir Köru Saunders slær í gegn með því að herma eftir mömmu sinni Ástralska CrossFit stjarnan Kara Saunders er mikil fyrirmynd fyrir þær CrossFit konur sem verða ófrískar og vilja koma til baka inn á keppnisgólfið. 4. desember 2020 17:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31
Ofurmamman komin inn á heimsleikana Kara Saunders vann Torian Pro undanúrslitamótið í Ástralíu með sannfærandi hætti um helgina og tryggði sér með því sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. 1. júní 2021 08:31
Dóttir Köru Saunders slær í gegn með því að herma eftir mömmu sinni Ástralska CrossFit stjarnan Kara Saunders er mikil fyrirmynd fyrir þær CrossFit konur sem verða ófrískar og vilja koma til baka inn á keppnisgólfið. 4. desember 2020 17:30