Útilokuð frá Ólympíuleikunum en lofar því að verða heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 09:30 Sha'Carri Richardson er enn bara 21 árs gömul og á því framtíðina fyrir sér. Getty/Cliff Hawkins Sha'Carri Richardson hefur allt til þess að bera til að verða næsta súperstjarna í frjálsum íþróttum en marijúana notkun hennar kom fram á lyfjaprófi á dögunum og missti hún fyrir vikið keppnisrétt inn á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira
Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira