Að minnsta kosti 150 létust í fleiri en 400 skotárásum yfir þjóðhátíðarhelgina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júlí 2021 07:39 Í New York hefur byssuglæpum fjölgað um 40 prósent það sem af er ári. epa/Justin Lane Að minnsta kosti 150 létust í yfir 400 skotárásum í Bandaríkjunum síðastliðna helgi, þegar landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum 4. júlí. Enn er verið að uppfæra tölurnar, sem ná yfir 72 klukkustunda tímabil frá föstudegi til sunnudags. Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53