Jú þetta eru frábærar fréttir fyrir England og Spán. Þau spila bæði í hvítum búningum í undanúrslitaleikjunum og ættu því að vera með tryggt sæti í úrslitaleiknum.
Öll níu liðin sem hafa spilað í hvítum búningum í sextán liða eða átta liða úrslitunum á þessu Evrópumóti fögnuðu nefnilega sigri.
Wales 0-4 Denmark
— B/R Football (@brfootball) July 3, 2021
Netherlands 0-2 Czech Rep.
Croatia 3-5 Spain (AET)
France 3-3 Switzerland (5-4 pen)
England 2-0 Germany
Switzerland 1-1 Spain (3-1 pen)
Belgium 1-2 Italy
Czech Rep. 1-2 Denmark
Ukraine 0-4 England
White kits are 9-0 in the knockout stage of #EURO2020 pic.twitter.com/U8aqx2oojY
Það voru reyndar þrír leikir þar sem hvorugt liðið spilaði í hvítu en þeir voru allir í sextán liða úrslitunum.
Í átta liða úrslitunum klæddust Spánn, Ítalía, England og Danmörk í hvítu og fögnuðu öll sigri.
Þetta getur varla talist vera tilviljun lengur.
Spánverjar verða í hvítu á móti Ítölum í kvöld og Englendingar verða hvítir á móti Dönum á morgun.
Sigurvegarinn úr undanúrslitaleik Englands og Danmerkur verður síðan í hvítu í úrslitaleiknum.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.