Aldraður sjómaður lagði VÍS í héraðsdómi Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2021 18:38 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða 71 árs sjómanni bætur úr slysatryggingu sjómanna, sem KG Fiskverkun ehf. var með hjá tryggingarfélaginu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu þann 29. júní en hann birtist á heimasíðu dómsins í dag. Sjómaðurinn fór fram á bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í janúar 2018 þegar hann datt aftur fyrir sig í tröppum á leið niður í vélarrúm skipsins Tjaldur SH-270 til að rétta það af, en hann var yfirvélstjóri skipsins. Sjómaðurinn hlaut ýmis meiðsli, meðal annars brot í hálshrygg og opið sár á hársverði. VÍS taldi að ekki væri um slys að ræða VÍS neitaði að borga út bætur vegna slyssins þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla hugtakslýsingu orðsins slys. Félagið taldi að áverkar mannsins hafi orsakast af kvilla innan líkama sjómannsins, nánar tiltekið yfirliðs vegna hjartakvilla. Til þess að óhapp teljist slys samkvæmt skilmálum VÍS og reglum vátryggingarréttar þarf það að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Ljóst er að yfirlið vegna hjartakvilla er ekki utanaðkomandi viðburður. Fram kom í skýrslu læknis að líklega hefði liðið yfir sjómanninn vegna hjartakvilla áður en hann datt niður stigann. Hins vegar kom ekkert slíkt fram í matsgerð sem sjómaðurinn óskaði eftir. Sjómaðurinn taldi að skilgreining VÍS á hugtakinu slys sé ólögmæt hlutlæg ábyrgðartakmörkun. Héraðsdómur féllst ekki á þá túlkun sjómannsins enda er skilgreiningin í takt við meginreglur vátryggingarréttar. VÍS vísar einnig til þess að jafnvel þó talið yrði að höfuðhöggið eitt og sér teldist til slyss þá greiðist ekki bætur úr slysatryggingunni, samkvæmt skilmálum þar sem fram komi að bætur greiðist því aðeins að slys sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Héraðsdómur segir sönnunarbyrðina hvíla alfarið á VÍS Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að atvik að baki því að sjómaðurinn féll séu óljós. Engin vitni voru að fallinu og skipverjar hafa ekki borið fyrir dómi um ástand sjómannsins áður en hann fór í vélarrúmið til að rétta af skipið. Dómurinn segir að ráðið verði af dómaframkvæmd að líkamstjón sem verður rakið til falls á gólf eða annan hlut uppfylli að jafnaði það skilyrði að vera valdið af utanaðkomandi atburði. Sé afturá móti sýnt fram á að fallið hafi orðið vegna sjúkdóms eða innra ástands í líkama þess sem féll telst skilyrðið ekki uppfyllt, svo sem ef fall verður vegna aðsvifs eða svimakasts. Að virtum atvikum telur dómurinn að það falli í hlut VÍS að sýna fram á að fall sjómannsins sé að rekja til sjúkdóms eða annars innra ástands í líkama hans. Þar sem VÍS tókst ekki að sanna að falla sjómannsins hafi orsakast af innri kvilla var það dæmt til að greiða sjómanninum út bætur úr sjúkratryggingu sjómanna. Þá var félaginu einnig gert að greiða 1,3 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð enda naut sjómaðurinn gjafsóknar í málinu.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira