Illvígar nágrannaerjur: 200 þúsund í miskabætur og athugasemdir fjarlægðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 12:07 Mennirnir búa á nágrannajörðum en hafa deilt um landspildu á mörkum jarðanna í Kjós frá árinu 2018. Vísir Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur til að greiða nágranna sínum, sem tvívegis hefur setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósahrepps og setið í skipulags- og bygginganefnd hreppsins, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um nágrannann á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann. Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann.
Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira