Illvígar nágrannaerjur: 200 þúsund í miskabætur og athugasemdir fjarlægðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 12:07 Mennirnir búa á nágrannajörðum en hafa deilt um landspildu á mörkum jarðanna í Kjós frá árinu 2018. Vísir Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur til að greiða nágranna sínum, sem tvívegis hefur setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósahrepps og setið í skipulags- og bygginganefnd hreppsins, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um nágrannann á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann. Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann.
Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira