Eiginkonan, Xiang Xueqiu, gerðist að þessu sinni sek um að slá borgarstarfsmann sem var að sópa gangstétt í almenningsgarði í Hannam-hverfinu í Seúl snemma á mánudag. Maðurinn rak kústinn óvart í Xiang, sem brást við með því að slá hann tvisvar utan undir.
Maðurinn svaraði fyrir sig með því að hrinda Xiang í jörðina og hringdi svo á lögreglu. Bæði játuðu að hafa lagt hendur á hitt en hvorugt vildi leggja fram kæru. Xiang var færð á spítala vegna bakverkja.
Talsmaður belgíska utanríkisráðuneytisins staðfesti í samtali við CNN að Xiang hefði lent í uppákomu á mánudag en að atburðarásin lægi ekki fyrir. Sendiherranum hefði verið gert grein fyrir því að hann ætti að snúa heim tafarlaust.
Fulltrúi utanríkisráðuneytis Suður-Kóreu sagði málið í rannsókn og að gripið yrði til aðgerða ef niðurstaðan yrði sú að ólöglegt athæfi hefði átt sér stað.