Ágreiningur vegna veiðigjalda heldur áfram Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júlí 2021 17:35 Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson og Daði Már Kristófersson mættust í Sprengisandi í morgun. Samsett Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, mættust í Sprengisandi í dag. Þar ræddu þeir enn og aftur um veiðigjöld og hvernig réttast væri að reikna þau og skipta. Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni. Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Pétur og Daði hafa tekist á í gegnum innsendar skoðanagreinar síðustu vikur. Pétur óskaði eftir því að þeir félagar myndu hittast og ræða málin yfir kaffibolla. Það gerðu þeir í morgun í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Deilumálið eru útreikningar veiðigjalda, en þá Pétur og Daða greinir á um flækjustig þeirra. „Það er nú ekki alveg þannig að ég haldi því fram að við tökum of lítið, heldur tel ég að þessi nálgun að reikna gjaldið út sé mjög erfið,“ segir Daði Már. Þá snúa deilurnar einnig að því hvernig þeim hagnaði sem er af sjávarútvegi sé skipt á milli eigenda, sjómanna og samfélagsins. Útreikningur veiðigjalda einfaldur eða flókinn? Daði segir að reynsla sín á því að hafa setið í veiðigjaldanefnd allan þann tíma sem hún var starfræk, sýni fram á að það að reikna út veiðigjald sé mikil kúnst. Þá telur hann skárra að selja þessi réttindi. „Það er vel hægt að útfæra það þannig að við tökum sama hlutfall og við gerum í dag eða höfum sömu tekjur af gjaldinu og við höfum í dag.“ Hann segist ekki sjá af hverju útgerðin ætti að vera á móti því. Ákveðinn fyrirsjáanleiki myndi skapast þar sem veiðigjaldið væri fyrirfram ákveðið og myndi eyða pólitískri óvissu sem lengi hefur verið ríkjandi. Þá myndu deilur um það hvort gjaldið sé of hátt eða lágt heyra sögunni til. „Það sem við erum ósammála um við Daði er það að uppboð á fyrsta stigi þessara samþættinga er allt annað en það að reikna gjöld og reikna skatta. Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé eitthvað flókið eða ógagnsætt,“ segir Pétur. Hann hefur setið í úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna í fimmtán ár. „Ég hef hitt forystumenn sjómanna einu sinni í mánuði í fimmtán ár og fyrstu tíu árin þá var þetta þannig að það var fundið út með flókinni formúlu meðalverð út frá meðalverði ársins. Það var flókin formúla en skilaði ársmeðaltalinu réttu.“ Markmiðið allir fái nóg fyrir sinn snúð Þeir félagar eru þó sammála um margt er við kemur málinu. „Eins og til dæmis það að gera einhvern meiriháttar uppskurð á kerfinu til þess að gögnin verði áreiðanlegri, það er ekki skynsamleg nálgun,“ segir Daði. Pétur tekur undir og segir að í grunninn séu þeir Daði sammála um markmið rekstursins. „Að búa til það það mikið að það sé til eitthvað til skiptanna og fari mikið í skatta og að það hafi allir það sem þeir vilja hafa fyrir það. Okkur hefur tekist að búa til og vinna eftir kerfi sem uppfyllir nánast öll okkar markmið,“ segir Pétur. Hér má hlusta á viðtalið við þá Pétur og Daða í heild sinni.
Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira