„Til skammar fyrir íslensk stjórnvöld“ Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 21:30 Hildur Maral, Sigríður Láretta Jónsdóttir og Gunnar Örvarsson voru á meðal mótmælenda við lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Stöð 2 Mótmælendur fylktu liði frá Austurvelli að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag og gagnrýndu framferði lögreglu í húsnæði Útlendingastofnunar í síðustu viku. Þar hafi hælisleitendur verið beittir grófu ofbeldi sem sé til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Mótmælin voru á vegum Refugees in Iceland, No Borders og Solaris. Þau hófust á Austurvelli um miðjan dag og síðan var marserað upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofa ræddi við félagsmenn samtakanna á staðnum. „Okkur ofbauð það sem hefur átt sér stað hérna í þessari viku og í gegnum vikurnar og mánuðina sem á undan voru, aðgerðir og aðfarir lögreglu og Útlendingastofnunar að hælisleitendum á Íslandi," sagði Hildur Maral í samtali við fréttastofu. Kveikjan að mótmælunum var mál hælisleitenda sem að sögn samtakanna voru leiddir í gildru í húsnæði Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningarvottorð, en voru þá handteknir og beittir harðræði af lögreglu. Annar hælisleitendanna var fluttur á bráðadeild í kjölfarið. „Ég myndi lýsa þessari meðferð sem grófu ofbeldi og mannréttindabrotum, sem eru í raun og veru til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Stjórnvöld sem styðja þessa rasísku útlendingastefnu sem hér er rekin, útlendingastofnun sem vinnur að framgangi hennar fyrir hönd stjórnvalda og lögreglu sem hikar ekki við að beita ofbeldi þegar henni sýnist,“ sagði Gunnar Örvarsson. Embætti ríkislögreglustjóra hefur vísað því alfarið á bug að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtökuna. Palestínsku mönnunum hefur verið vísað úr landi og eftir stendur orð gegn orði. „Út með útlendingastofnun" var kjörorð dagsins hjá mótmælendum, sem telja að hana eigi að leggja niður og finna mannúðlegri lausnir. Sigríður Láretta Jónsdóttir sagði hana ofbeldisfullt afl í innflytjendamálum, sem ætti ekki rétt á sér. Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08 Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Mótmælin voru á vegum Refugees in Iceland, No Borders og Solaris. Þau hófust á Austurvelli um miðjan dag og síðan var marserað upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofa ræddi við félagsmenn samtakanna á staðnum. „Okkur ofbauð það sem hefur átt sér stað hérna í þessari viku og í gegnum vikurnar og mánuðina sem á undan voru, aðgerðir og aðfarir lögreglu og Útlendingastofnunar að hælisleitendum á Íslandi," sagði Hildur Maral í samtali við fréttastofu. Kveikjan að mótmælunum var mál hælisleitenda sem að sögn samtakanna voru leiddir í gildru í húsnæði Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningarvottorð, en voru þá handteknir og beittir harðræði af lögreglu. Annar hælisleitendanna var fluttur á bráðadeild í kjölfarið. „Ég myndi lýsa þessari meðferð sem grófu ofbeldi og mannréttindabrotum, sem eru í raun og veru til skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Stjórnvöld sem styðja þessa rasísku útlendingastefnu sem hér er rekin, útlendingastofnun sem vinnur að framgangi hennar fyrir hönd stjórnvalda og lögreglu sem hikar ekki við að beita ofbeldi þegar henni sýnist,“ sagði Gunnar Örvarsson. Embætti ríkislögreglustjóra hefur vísað því alfarið á bug að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtökuna. Palestínsku mönnunum hefur verið vísað úr landi og eftir stendur orð gegn orði. „Út með útlendingastofnun" var kjörorð dagsins hjá mótmælendum, sem telja að hana eigi að leggja niður og finna mannúðlegri lausnir. Sigríður Láretta Jónsdóttir sagði hana ofbeldisfullt afl í innflytjendamálum, sem ætti ekki rétt á sér.
Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08 Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. 11. júlí 2021 12:08
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59