Gat ekki hafnað tilboði Montpellier Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 11:45 Ólafur Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad, hefur samið við Montpellier í Frakklandi. Kristianstad Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ. Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands. Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn, og FH-ingurinn, Ólafur Guðmundsson samdi nýverið við Montpellier til tveggja ára. Hann yfirgefur sænska félagið Kristianstad sem goðsögn en níu ár eru síðan hann samdi fyrst við félagið. Kristianstad birti í dag tilfinningaþrungið viðtal við Óla - eins og hann er oftast nær kallaður í Svíþjóð virðist vera - þar sem honum er þakkað fyrir góð störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Sumarið 2012 samdi Ólafur við IFK Kristianstad. Tveimur árum síðar, 2014, fór hann til Hannover í Þýskalandi en sneri aftur ári síðar og hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2015. Varð hann þrívegis sænskur meistari með liðinu. „Þetta er gríðarlegur missir fyrir okkur sem erum með stórt IFK hjarta. Við áttum mörg löng samtöl og erum ánægð fyrir hönd Óla þar sem þetta er það sem hann vill. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Við erum að leita að leikmanni í hans stað en vitum að það verður erfitt að finna leikmann í sama gæðaflokki,“ sagði Jesper Larsson, íþróttastjóri Kristianstad, um vistaskipti Ólafs sem hefur verið fyrirliði félagsins undanfarin misseri. Ólafur í leik með Kristianstad.Florian Pohl/Getty Images Þó hinn 31 árs gamli Ólafur hafi verið samningsbundinn þá vildi félagið ekki standa í vegi fyrir félagaskiptunum. Ólafur er félaginu þakklátur. „Þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Þetta var mjög erfið ákvörðun, ég hef fengið fjölda tilboða síðan ég gekk í raðir Kristianstad en alltaf neitað og sé ekki eftir því. Að þessu sinni var þó erfitt að segja nei.“ „Montpellier er stórt félag með góðan þjálfara sem hefur verið hjá félaginu lengi vel. Félagið hefur unnið Meistaradeild Evrópu og er eitt af tíu bestu liðum í heimi,“ sagði Ólafur en Montpellier endaði í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. „Ný áskorun bíður og þó ég verði í öðru hlutverki en ég hef verið í hjá IFK þá er þetta alger draumur. Það verður erfitt en mjög spennandi að fara í nýtt umhverfi og nýja menningu.“ Tack för allt Olafur Oli kommer att lämna Kristianstad för den franska rivieran då han kommit överens med ett 2-årskontrakt med toppklubben Montpellier.Läs mer https://t.co/9Y0amVkUdN pic.twitter.com/r3Mxqvqd2t— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) July 12, 2021 „Ég vil þakka öllum sem hafa komið að ferð minni hjá Kristianstad í gegnum árin. Liðsfélagar, fólkið á skrifstofunni, samstarfsaðilar, styrktaraðilar, Södra Kurvan og öll ykkar sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. Það er fólkið bakvið tjöldin sem gerir IFK að því sem það er. Ég er einnig mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið gaf mér,“ sagði Ólafur við að endingu. Ólafur hóf feril sinn með FH hér á landi áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann lék með Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar með stuttu stoppi í Þýskalandi og nú Frakklands.
Sænski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira