Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Snorri Másson skrifar 13. júlí 2021 18:23 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Ingólfs Þórarinssonar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. Ríkisútvarpið greinir frá og segir að á meðal þeirra sem eiga von á kæru séu blaðamenn, áhrifavaldar og fólk sem sakaði Ingó um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfum fjölmiðla. Aðgerðahópurinn Öfgar birti 32 nafnlausar sögur sem fjölluðu um meint brot Ingó gegn fjölda kvenna. Fjöldi fólks hefur síðan lagt orð í belg á samfélagsmiðlum um mál söngvarans. Fimm einstaklingar fá að sögn Vilhjálms kröfubréf. Þeir hafi látið ásakanir um refsiverða háttsemi og þar með ærumeiðandi aðdróttanir falla um Ingó, hvort sem það var í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Þessir einstaklingar eru krafðir um að draga ummæli sín um meinta refsiverða háttsemi til baka, biðjast afsökunar á þeim og greiða miskabætur og lögmannskostnað. „Það er algjört grundvallaratriði að fólk gæti að orðum sínum og brúki lögvarið tjáningarfrelsi sitt þannig að það vegi ekki að friðhelgi einkalífs og æruvernd annarra. Og það er það auðvitað þannig og það er hluti af lýðræðinu og réttarríkinu að þeir sem telja á sér brotið hafa ákveðnar leiðir til að ná fram rétti sínum. Ég tel að dómstóll götunnar, sem þetta er, sé aðför að þeim sáttmála,“ segir Vilhjálmur við RÚV. Ingólfur Þórarinsson hefur að sögn Vilhjálms hvorki verið kærður né ákærður né dæmdur fyrir hegningarlagabrot, hvað þá heldur fyrir kynferðisbrot. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Segir reynslusögu af Ingó: „Konur sem stíga fram eru settar í opinbera hakkavél“ Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur sem hún birti á Facebook á þriðjudag hefur vakið mikla athygli en í honum opinberar hún samskipti sín við Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. 9. júlí 2021 15:57 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá og segir að á meðal þeirra sem eiga von á kæru séu blaðamenn, áhrifavaldar og fólk sem sakaði Ingó um refsiverða háttsemi í athugasemdakerfum fjölmiðla. Aðgerðahópurinn Öfgar birti 32 nafnlausar sögur sem fjölluðu um meint brot Ingó gegn fjölda kvenna. Fjöldi fólks hefur síðan lagt orð í belg á samfélagsmiðlum um mál söngvarans. Fimm einstaklingar fá að sögn Vilhjálms kröfubréf. Þeir hafi látið ásakanir um refsiverða háttsemi og þar með ærumeiðandi aðdróttanir falla um Ingó, hvort sem það var í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Þessir einstaklingar eru krafðir um að draga ummæli sín um meinta refsiverða háttsemi til baka, biðjast afsökunar á þeim og greiða miskabætur og lögmannskostnað. „Það er algjört grundvallaratriði að fólk gæti að orðum sínum og brúki lögvarið tjáningarfrelsi sitt þannig að það vegi ekki að friðhelgi einkalífs og æruvernd annarra. Og það er það auðvitað þannig og það er hluti af lýðræðinu og réttarríkinu að þeir sem telja á sér brotið hafa ákveðnar leiðir til að ná fram rétti sínum. Ég tel að dómstóll götunnar, sem þetta er, sé aðför að þeim sáttmála,“ segir Vilhjálmur við RÚV. Ingólfur Þórarinsson hefur að sögn Vilhjálms hvorki verið kærður né ákærður né dæmdur fyrir hegningarlagabrot, hvað þá heldur fyrir kynferðisbrot.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Segir reynslusögu af Ingó: „Konur sem stíga fram eru settar í opinbera hakkavél“ Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur sem hún birti á Facebook á þriðjudag hefur vakið mikla athygli en í honum opinberar hún samskipti sín við Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. 9. júlí 2021 15:57 Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Segir reynslusögu af Ingó: „Konur sem stíga fram eru settar í opinbera hakkavél“ Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur sem hún birti á Facebook á þriðjudag hefur vakið mikla athygli en í honum opinberar hún samskipti sín við Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. 9. júlí 2021 15:57
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25