Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:01 Nýr Landspítali mun rísa á næstu árum. Fyrirhugað er að starfsemin verði hafin að fullu árið 2026. Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira