„Það er ótrúlega ljúft að vera komnar aftur á sigurbrautina góðu. Ég var mjög ánægður með leikinn í kvöld, það var kraftur í okkur og við sóttum öll stigin sem voru í boði."
„Við vorum áræðnar í hlaupum gegnum varnarlínu þeirra, við sköpuðum fullt af færum og spilamennskan var heilt yfir góð fyrir utan tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik," sagði Alfreð Elías.
Brenna Lovera hafði verið að glíma við meiðsli en var mætt í lið Selfoss í kvöld
„Það sést langar leiðir hvað hún er mikilvæg, hún skorar sigurmark leiksins. Það hefur tekið á andlegu hliðina hennar að geta ekki spilað, við hvíldum hana í tvo leiki í stað fyrir að vera þröngva henni fyrr inn líkt og aðrir hefðu mögulega gert."
„Hún var mjög spræk og er ég ánægður með að hún náði tæplega áttatíu mínútum í kvöld."
Selfoss lenti í vandræðum í föstum leikatriðum í síðasta leik en Alfreð Elías var ánægður með hvernig Selfoss leysti föstu leikatriði Keflavíkur í kvöld.