Lego-byssa veldur mikilli reiði vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 11:14 Block19 er breytt Glock19. Culper Precision Bandarískt fyrirtæki sem framleiðir byssur hefur valdið mikilli reiði vestanhafs og víðar með því að framleiða byssu sem lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er í raun af gerðinni Glock19 en starfsmenn Culper Precision hafa gert miklar breytingar á henni svo hún lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er kölluð Block19 Culper Precision opinberaði byssuna í síðasta mánuði. Í Facebookfærslu um byssuna segir að þarna sé æskudraumur orðinn raunverulegur. Fjölmiðlar hafa fjallað um byssuna og forsvarsmenn aðgerðahópa gegn skotvopnum í Bandaríkjunum hafa fordæmt hana harðlega. Þá hafa forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lego sent bréf til Culper Precision og krafist þess að framleiðslu Block19 verði hætt hið snarasta. Eins og segir í frétt Washington Post, skjóta þúsundir barna sig og önnur börn til bana fyrir mistök á ári hverju. Slíkum slysaskotum hefur farið fjölgandi, samhliða mikilli aukningu í sölu skotvopna í Bandaríkjunum. Shannon Watts, sem leiðir samtökin „Mæður krefjast aðgerða“ deildi mynd af byssunni í síðustu viku og sagði ljóst að börn myndu deyja vegna hennar. Review of the product from a commenter on the Firearm Blog: "This, if real, is the most irresponsible gun modification I have seen in a long time. Perfect fodder for the 'Everytown for Gun Safety' people. Not a help." https://t.co/T36lzybfhW— Shannon Watts (@shannonrwatts) July 8, 2021 Áhugamenn um byssur í Bandaríkjunum virðast ekki sammála um það hve sniðug hugmynd Block19 er. Hve sniðugt það sé að láta skotvopn líta út fyrir að vera leikfang. Þó er ljóst að breytingarnar eru löglegar í allflestum ríkjum Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Culper Precision birtu í gær yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir virðast sjálfir reiðir yfir reiðinni í þeirra garð. Þeir segjast hafa gert Block19 til að opna á umræðu um það þá gleði sem skotfimi og æfingar valdi. Í yfirlýsingunni segir að starfsemi fyrirtækisins snúist um það að aðlaga byssur að persónuleikum eigenda þeirra og fólk hafi rétt á því að breyta byssum sínum eins og það vilji. Þá segir að ekkert megi gera í skotvopnaframleiðslu án þess að fólk noti það til að segja að byssur sé slæmar. „Við erum þreytt á því að síðustu 30 til 40 ár hafi verið grafið hægt undan réttindum okkar í ótta við hvað öðrum sem hata okkur finnst um stjórnarskrárvarinn rétt okkar,“ segir í yfirlýsingunni. „Í stað þess að lifa í ótta við raddir á samfélagsmiðlum ákváðum við að gefa út Block19 til að sýna fram á að það sé í lagi að eiga byssu og ekki vera klæddur í taktískar buxur á hverjum degi og það að skjóta úr byssum á ábyrgan hátt er mjög gaman.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotíþróttir Skotveiði Skotvopn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Byssan er í raun af gerðinni Glock19 en starfsmenn Culper Precision hafa gert miklar breytingar á henni svo hún lítur út fyrir að vera gerð úr Lego-kubbum. Byssan er kölluð Block19 Culper Precision opinberaði byssuna í síðasta mánuði. Í Facebookfærslu um byssuna segir að þarna sé æskudraumur orðinn raunverulegur. Fjölmiðlar hafa fjallað um byssuna og forsvarsmenn aðgerðahópa gegn skotvopnum í Bandaríkjunum hafa fordæmt hana harðlega. Þá hafa forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lego sent bréf til Culper Precision og krafist þess að framleiðslu Block19 verði hætt hið snarasta. Eins og segir í frétt Washington Post, skjóta þúsundir barna sig og önnur börn til bana fyrir mistök á ári hverju. Slíkum slysaskotum hefur farið fjölgandi, samhliða mikilli aukningu í sölu skotvopna í Bandaríkjunum. Shannon Watts, sem leiðir samtökin „Mæður krefjast aðgerða“ deildi mynd af byssunni í síðustu viku og sagði ljóst að börn myndu deyja vegna hennar. Review of the product from a commenter on the Firearm Blog: "This, if real, is the most irresponsible gun modification I have seen in a long time. Perfect fodder for the 'Everytown for Gun Safety' people. Not a help." https://t.co/T36lzybfhW— Shannon Watts (@shannonrwatts) July 8, 2021 Áhugamenn um byssur í Bandaríkjunum virðast ekki sammála um það hve sniðug hugmynd Block19 er. Hve sniðugt það sé að láta skotvopn líta út fyrir að vera leikfang. Þó er ljóst að breytingarnar eru löglegar í allflestum ríkjum Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Culper Precision birtu í gær yfirlýsingu á Facebook þar sem þeir virðast sjálfir reiðir yfir reiðinni í þeirra garð. Þeir segjast hafa gert Block19 til að opna á umræðu um það þá gleði sem skotfimi og æfingar valdi. Í yfirlýsingunni segir að starfsemi fyrirtækisins snúist um það að aðlaga byssur að persónuleikum eigenda þeirra og fólk hafi rétt á því að breyta byssum sínum eins og það vilji. Þá segir að ekkert megi gera í skotvopnaframleiðslu án þess að fólk noti það til að segja að byssur sé slæmar. „Við erum þreytt á því að síðustu 30 til 40 ár hafi verið grafið hægt undan réttindum okkar í ótta við hvað öðrum sem hata okkur finnst um stjórnarskrárvarinn rétt okkar,“ segir í yfirlýsingunni. „Í stað þess að lifa í ótta við raddir á samfélagsmiðlum ákváðum við að gefa út Block19 til að sýna fram á að það sé í lagi að eiga byssu og ekki vera klæddur í taktískar buxur á hverjum degi og það að skjóta úr byssum á ábyrgan hátt er mjög gaman.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotíþróttir Skotveiði Skotvopn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira