Anton þyrfti að vera með grímu og hengja sjálfur á sig ólympíuverðlaun Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 14:30 Anton Sveinn McKee keppir á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir þrettán daga. Getty/Ian MacNicol Ef að draumur Antons Sveins McKee um að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum rætist í Tókýó, aðfaranótt föstudagsins 30. júlí, verður hann sjálfur að sjá um að hengja medalíuna um hálsinn. Thomas Bach, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, staðfesti við fjölmiðla í dag að verðlaunaafhendingar á leikunum yrðu með öðrum hætti en vanalega. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn, sem haft hefur svo mikil áhrif á leikana og leiddi meðal annars til þess að þeim var frestað um eitt ár. Í stað þess að mikils metið fólk úr ýmsum áttum afhendi verðlaun og taki í hendur verðlaunahafa verður verðlaununum einfaldlega stillt upp á bakka við verðlaunapallinn. Gull-, silfur- og bronsverðlaunahafarnir sækja þau svo þangað og hengja um eigin háls, án þess að snerta aðra manneskju. Leikarnir í Tókýó verða settir á föstudaginn eftir níu daga. Fyrstu ólympíumeistararnir verða svo krýndir laugardaginn 24. júlí en þá ráðast til að mynda úrslitin í loftskammbyssu, þar sem Ásgeir Sigurgeirsson er meðal keppenda. „Við munum gæta þess að manneskjan sem setur verðlaunapeningana í bakkann geri það í sótthreinsuðum hönskum. Þau sem vísa á verðlaunin og íþróttafólkið munu vera með grímu. Það verða engin handabönd eða faðmlög við verðlaunaafhendinguna,“ sagði Bach. Neyðarástand í Tókýó og íbúar vilja ekki Ólympíuleika Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Tókýó vegna faraldursins en 1.149 ný smit greindust í dag, fleiri en greinst hafa á einum degi í næstum hálft ár í borginni. Mikill meirihluti japönsku þjóðarinnar er samkvæmt könnunum mótfallinn því að leikarnir verði haldnir í Japan við þessar aðstæður, jafnvel þó að áhorfendabann sé á leikunum og strangar sóttvarnareglur gildi fyrir keppendur. Sundmaðurinn Anton Sveinn er líklegastur til afreka af þeim fjórum íslensku keppendum sem keppa í Tókýó. Hann hefur sjálfur sagt að draumurinn sé að vinna ólympíugull en ljóst er að hann er á leið í afar harða keppni í 200 metra bringusundi þar sem undanrásir eru eftir tæpar tvær vikur, eða upp úr klukkan 10 þriðjudagsmorguninn 27. júlí. Auk Antons og Ásgeirs eru sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason í ólympíuhópi Íslands í ár. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni kvaddi Ólympíufarana Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga. 13. júlí 2021 22:51 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Thomas Bach, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, staðfesti við fjölmiðla í dag að verðlaunaafhendingar á leikunum yrðu með öðrum hætti en vanalega. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn, sem haft hefur svo mikil áhrif á leikana og leiddi meðal annars til þess að þeim var frestað um eitt ár. Í stað þess að mikils metið fólk úr ýmsum áttum afhendi verðlaun og taki í hendur verðlaunahafa verður verðlaununum einfaldlega stillt upp á bakka við verðlaunapallinn. Gull-, silfur- og bronsverðlaunahafarnir sækja þau svo þangað og hengja um eigin háls, án þess að snerta aðra manneskju. Leikarnir í Tókýó verða settir á föstudaginn eftir níu daga. Fyrstu ólympíumeistararnir verða svo krýndir laugardaginn 24. júlí en þá ráðast til að mynda úrslitin í loftskammbyssu, þar sem Ásgeir Sigurgeirsson er meðal keppenda. „Við munum gæta þess að manneskjan sem setur verðlaunapeningana í bakkann geri það í sótthreinsuðum hönskum. Þau sem vísa á verðlaunin og íþróttafólkið munu vera með grímu. Það verða engin handabönd eða faðmlög við verðlaunaafhendinguna,“ sagði Bach. Neyðarástand í Tókýó og íbúar vilja ekki Ólympíuleika Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Tókýó vegna faraldursins en 1.149 ný smit greindust í dag, fleiri en greinst hafa á einum degi í næstum hálft ár í borginni. Mikill meirihluti japönsku þjóðarinnar er samkvæmt könnunum mótfallinn því að leikarnir verði haldnir í Japan við þessar aðstæður, jafnvel þó að áhorfendabann sé á leikunum og strangar sóttvarnareglur gildi fyrir keppendur. Sundmaðurinn Anton Sveinn er líklegastur til afreka af þeim fjórum íslensku keppendum sem keppa í Tókýó. Hann hefur sjálfur sagt að draumurinn sé að vinna ólympíugull en ljóst er að hann er á leið í afar harða keppni í 200 metra bringusundi þar sem undanrásir eru eftir tæpar tvær vikur, eða upp úr klukkan 10 þriðjudagsmorguninn 27. júlí. Auk Antons og Ásgeirs eru sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason í ólympíuhópi Íslands í ár.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni kvaddi Ólympíufarana Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga. 13. júlí 2021 22:51 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Guðni kvaddi Ólympíufarana Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga. 13. júlí 2021 22:51
Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45
„Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30
Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00