Costa hefur verið samningslaus síðan fyrr á árinu eftir að samningi hans við Atletico Madrid var rift. Nokkur félög hafa nú þegar sagt nei við Costa og síðast var það Bologna.
Hann hafði verið orðaður við félagið en sögusagnir voru uppi um að stjóri Bologna, Sinisa Mihajlovic, hafi komið í veg fyrir skiptin en svo var ekki segir íþróttastjóri Bologna.
„Það er ekki rétt að Mihajlovic hafi í komið veg fyrir að Diego Costa kæmi hingað,“ sagði Walter Sabatini við SportItalia.
„Við fengum beiðni frá aðila innan fótboltaheimsins varðandi Costa en eftir að hafa rætt þetta ákváðum við að veðja frekar á aðra leikmenn.“
Í stað þess að semja við Costa segja sögusagnirnar að Bologna reyni frekar að semja við Marko Arnautovic.
Austurríkismaðurinn hefur leikið með meðal annars Stoke og Werder Bremen á sínum ferli en var síðast í Kína.
Bologna, Sabatini: "Ci è stato proposto Diego Costa. Arnautovic piano A" https://t.co/YoNbuc2KOT via @Fantacalcio #Fantacalcio pic.twitter.com/iYgl2q88XH
— Fantacalcio (@Fantacalcio) July 16, 2021