Á ekki að vera hægt í meistaraflokksbolta Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 20:00 KA menn fagna marki fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar gáfu ekki mikið fyrir varnarleik HK í fyrra marki KA gegn þeim fyrrnefndu í leik liðanna á Akureyri í gær. KA vann leikinn 2-0. Mörk breyta aðeins leikjunum og gangi leiksins. KA-menn gátu aðeins bakkað og varið sína stöðu betur en markið var ekki nógu gott af okkar hálfu, og við þurfum að skoða það, sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, um markið umrædda í gær. Markið lýsti sér þannig að Ásgeir Sigurgeirsson tók á rás með boltann frá vítateig KA-manna og var kominn rétt yfir miðjulínuna þegar Atli Arnarson, úr liði HK, braut á honum og fékk að launum gult spjald. Dusan Brkovic, varnarmaður KA, tók spyrnuna, sendi boltann fram völlinn á fyrrnefndan Ásgeir sem hafði nægt svæði til að athafna sig og setja boltann í markið af vítateig. Sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar þótti HK-menn gera leikmönnum KA full auðvelt fyrir. Klippa: KA mark „Þetta á ekki að vera hægt, í meistaraflokki, ég fullyrði það, þetta á ekki að vera hægt,“ sagði þáttstjórnandinn Guðmundur Benediktsson. „Þetta er alveg stórfurðulegt,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson. „Það hefði verið gaman að hafa myndavél þarna til að sjá betur hvað gerist þarna, hver hreyfingin er hjá Ásgeiri, og hvað klikkar hjá HK, af því að þetta er alveg ótrúlegt, bara ein sending og dauðafæri,“ „Það sjá það allir ef það kemur þverhlaup eða eitthvað svoleiðis, þetta er ekkert nýtt í fótboltanum, að menn reyna einhverja svona útfærslu. En yfirleitt er hún bara stoppuð, og bara eins og þú segir; þetta á ekki að vera hægt.“ segir Baldur enn fremur. KA var að vinna sinn fyrsta sigur í fimm leikjum gegn HK-ingum í gær og situr liðið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur frá KR, og aðeins þremur frá Breiðabliki og Víkingi sem eru í öðru og þriðja sæti. HK er í mikilli fallbaráttu, með tíu stig í ellefta og næst neðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Markið umrædda og umfjöllun þeirra Guðmundar og Baldurs má sjá í spilaranum að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KA HK Pepsi Max stúkan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Mörk breyta aðeins leikjunum og gangi leiksins. KA-menn gátu aðeins bakkað og varið sína stöðu betur en markið var ekki nógu gott af okkar hálfu, og við þurfum að skoða það, sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, um markið umrædda í gær. Markið lýsti sér þannig að Ásgeir Sigurgeirsson tók á rás með boltann frá vítateig KA-manna og var kominn rétt yfir miðjulínuna þegar Atli Arnarson, úr liði HK, braut á honum og fékk að launum gult spjald. Dusan Brkovic, varnarmaður KA, tók spyrnuna, sendi boltann fram völlinn á fyrrnefndan Ásgeir sem hafði nægt svæði til að athafna sig og setja boltann í markið af vítateig. Sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar þótti HK-menn gera leikmönnum KA full auðvelt fyrir. Klippa: KA mark „Þetta á ekki að vera hægt, í meistaraflokki, ég fullyrði það, þetta á ekki að vera hægt,“ sagði þáttstjórnandinn Guðmundur Benediktsson. „Þetta er alveg stórfurðulegt,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson. „Það hefði verið gaman að hafa myndavél þarna til að sjá betur hvað gerist þarna, hver hreyfingin er hjá Ásgeiri, og hvað klikkar hjá HK, af því að þetta er alveg ótrúlegt, bara ein sending og dauðafæri,“ „Það sjá það allir ef það kemur þverhlaup eða eitthvað svoleiðis, þetta er ekkert nýtt í fótboltanum, að menn reyna einhverja svona útfærslu. En yfirleitt er hún bara stoppuð, og bara eins og þú segir; þetta á ekki að vera hægt.“ segir Baldur enn fremur. KA var að vinna sinn fyrsta sigur í fimm leikjum gegn HK-ingum í gær og situr liðið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur frá KR, og aðeins þremur frá Breiðabliki og Víkingi sem eru í öðru og þriðja sæti. HK er í mikilli fallbaráttu, með tíu stig í ellefta og næst neðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Markið umrædda og umfjöllun þeirra Guðmundar og Baldurs má sjá í spilaranum að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KA HK Pepsi Max stúkan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira