Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júlí 2021 23:05 Gríðarmikil flóð hafa átt sér stað í Kína. RPA-EFE/FEATURECHINA CHINA OUT Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. Í frétt BBC segir að farþegar í einum vagni hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð er það tók að flæða inn í vagninn. Sumir hafi reynt að flýja á meðan aðrir hringdu í ástvini til að láta vita af sér. At least 25 people died in China's flood-stricken central province of Henan, a dozen of them in a subway line in its capital Zhengzhou, and more rains are forecast for the region. About 100,000 people have been evacuated from the provincial capital https://t.co/36SutFM2CK pic.twitter.com/7u94WGbqXI— Reuters (@Reuters) July 21, 2021 Eftir því sem vatnsmagnið í vagninum jókst minnkaði súrefnismagnið og er haft eftir farþega í vagninum á vef BBC að mikil hræðsla hafi gripið um sig eftir að vatnshæðin í vagninum hækkaði smám saman. Það tók björgunarmenn nokkra klukkutíma að komast að vagninum umrædda. Gátu þeir gert göt á þak vagnsins og togað farþegana út. Talið er að tekist hafi að bjarga hundruð farþega úr neðanjarðarlestagöngum þar sem vatn flæddi stjórnlaust í gegn. Talið er að minnst tólf hafi látist og minnst 25 í Henan-héraði vegna flóðanna. Ríkismiðillinn kínverski CGTN segir að í gær hafi rigningin mælst 201,9 mm á einum klukkutíma, sem er met á meginlandi Kína. Allan daginn mældist rigningin 457,4 mm í borginni. Frá því mælingar hófust í Kína árið 1951, hefur aldrei mælst svo mikil rigning á einum degi og mældist á þriðjudaginn. Kína Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Í frétt BBC segir að farþegar í einum vagni hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð er það tók að flæða inn í vagninn. Sumir hafi reynt að flýja á meðan aðrir hringdu í ástvini til að láta vita af sér. At least 25 people died in China's flood-stricken central province of Henan, a dozen of them in a subway line in its capital Zhengzhou, and more rains are forecast for the region. About 100,000 people have been evacuated from the provincial capital https://t.co/36SutFM2CK pic.twitter.com/7u94WGbqXI— Reuters (@Reuters) July 21, 2021 Eftir því sem vatnsmagnið í vagninum jókst minnkaði súrefnismagnið og er haft eftir farþega í vagninum á vef BBC að mikil hræðsla hafi gripið um sig eftir að vatnshæðin í vagninum hækkaði smám saman. Það tók björgunarmenn nokkra klukkutíma að komast að vagninum umrædda. Gátu þeir gert göt á þak vagnsins og togað farþegana út. Talið er að tekist hafi að bjarga hundruð farþega úr neðanjarðarlestagöngum þar sem vatn flæddi stjórnlaust í gegn. Talið er að minnst tólf hafi látist og minnst 25 í Henan-héraði vegna flóðanna. Ríkismiðillinn kínverski CGTN segir að í gær hafi rigningin mælst 201,9 mm á einum klukkutíma, sem er met á meginlandi Kína. Allan daginn mældist rigningin 457,4 mm í borginni. Frá því mælingar hófust í Kína árið 1951, hefur aldrei mælst svo mikil rigning á einum degi og mældist á þriðjudaginn.
Kína Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28
Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09
Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30