Simone Biles fyrst til að fá eigið myllumerki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 11:01 Simone Biles er sú besta allra tíma og myllumerkið staðfestir það. Laurence Griffiths/Getty Images Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, er fyrsta íþróttakonan til að fá sitt eigið myllumerki á samfélagsmiðlinum Twitter. Simone Biles hefur skrifað sig í sögubækurnar oftar en einu sinni og nú – skömmu áður en hún stefnir á að bæta við afrekaskrá sína á Ólympíuleikunum í Tókýó – skráði hún sig í sögubækur samfélagsmiðla. Biles er komið með sitt eigið myllumerki á Twitter. Myllumerkið er að sjálfsögðu geit en þar er verið að vísa í enska hugtakið GOAT (e. Greatest Of All Time) sem myndi þýðast á ástkæra ylhýra sem „best allra tíma.“ Geitin er klædd í samfesting líkt og hún sé að keppa í fimleikum. Þá er hún með verðlaunapening um hálsinn og að sjálfsögðu farin í splitt. Hægt er að skrifa #SimoneBiles eða einfaldlega #Simone til að myllumerkið komi upp á Twitter. Witness greatnessTweet with greatness#SimoneBiles#Simone pic.twitter.com/M6RKzP3KB6— Twitter Sports (@TwitterSports) July 21, 2021 Í yfirlýsingu frá samfélagsmiðlinum segir að markmiðið sé að virða arfleið Biles, afrek hennar sem og hvernig hún hefur nýtt samfélagsmiðilinn í gegnum tíðina. Simone Biles really put a goat on her leotard. Legendary. pic.twitter.com/38PXeYMBT2— Bleacher Report (@BleacherReport) May 23, 2021 Biles undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana í Tókýó þar sem hún stefnir á að bæta við sig verðlaunapeningum og ýta enn frekar undir GOAT-umræðuna. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Simone Biles hefur skrifað sig í sögubækurnar oftar en einu sinni og nú – skömmu áður en hún stefnir á að bæta við afrekaskrá sína á Ólympíuleikunum í Tókýó – skráði hún sig í sögubækur samfélagsmiðla. Biles er komið með sitt eigið myllumerki á Twitter. Myllumerkið er að sjálfsögðu geit en þar er verið að vísa í enska hugtakið GOAT (e. Greatest Of All Time) sem myndi þýðast á ástkæra ylhýra sem „best allra tíma.“ Geitin er klædd í samfesting líkt og hún sé að keppa í fimleikum. Þá er hún með verðlaunapening um hálsinn og að sjálfsögðu farin í splitt. Hægt er að skrifa #SimoneBiles eða einfaldlega #Simone til að myllumerkið komi upp á Twitter. Witness greatnessTweet with greatness#SimoneBiles#Simone pic.twitter.com/M6RKzP3KB6— Twitter Sports (@TwitterSports) July 21, 2021 Í yfirlýsingu frá samfélagsmiðlinum segir að markmiðið sé að virða arfleið Biles, afrek hennar sem og hvernig hún hefur nýtt samfélagsmiðilinn í gegnum tíðina. Simone Biles really put a goat on her leotard. Legendary. pic.twitter.com/38PXeYMBT2— Bleacher Report (@BleacherReport) May 23, 2021 Biles undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana í Tókýó þar sem hún stefnir á að bæta við sig verðlaunapeningum og ýta enn frekar undir GOAT-umræðuna.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira