Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 21:59 Borgarfjörður eystri þar sem Bræðslan fer nú fram. Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. Þannig hefur aðaltónleikunum á Bræðslunni á Borgarfirði eystri á morgun verið flýtt um klukkutíma, væntanlega svo að þeir rúmist innan tvö hundruð manna samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti annað kvöld. Þá mun FM Belfast ekki vera með DJ-set í Fjarðarborg eftir Bræðsluna eins og til stóð en DJ-partýið hefur verið fært fram um einn sólarhing, og fer það því fram í kvöld. Vekja aðstandendur Bræðslunnar einnig athygli á því að tjaldsvæðið á Borgarfirði eystri muni ekki taka við fleiri gestum vegna yfirvofandi samkomutakmarkana. Steinþór Helgi Arnsteinsson, sumarvagnstjóri á Vagninum á Flateyri hvetur einnig alla til þess að nýta tækifærið og skella sér vestur á „síðasta djammið“ eins og hann orðar það, framundan sé rave á Vagninum. SÍÐASTA DJAMMIÐ! GÖNNIÐ Á FLATEYRI. RAVE Í NÓTT! pic.twitter.com/NdSIelZ1tC— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 23, 2021 Eins og fram hefur komið skoða Vestmannaeyingar nú hvort mögulegt sé að seinka Þjóðhátíð um nokkrar vikur. Hún átti að fara fram um Verslunarmannahelgina en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að erfitt verði að halda hátíðina þá vegna þeirra samkomutakmarkana sem taka gildi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjar, tekur undir þessar vangaveltur á Facebook í stöðuuppfærslu undir yfirskriftinni „Döpur, svekkt og pirruð!“ Þar spyr hún hvort ekki sé borðleggjandi að fresta Þjóðhátið í stað þess að slá hana af, enda gilda samkomutakmarkanir sem nú eru að taka gildi til 13. ágúst. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að aflýsa hátíðinni annað árið í röð, segja Akureyringar að ekki sé ráðlagt að stefna þúsundum manna saman miðað við uppgang Covid-19 á undanförnum dögum. Skipuleggjendur Druslugöngunnar taka í svipaðan streng en hún átti að fara fram á morgun klukkan tvö. Engar takmarkanir gilda því um hana en skipuleggjendur segja í uppfærslu á Facebook að þeir hafi tekið þá ákvörðun að fresta hátíðinni um óákveðinn tíma. „Þrátt fyrir að takmarkanirnar taki ekki gildi fyrr en annað kvöld finnst okkur mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu smita.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bræðslan Þjóðhátíð í Eyjum Druslugangan Tengdar fréttir Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Þannig hefur aðaltónleikunum á Bræðslunni á Borgarfirði eystri á morgun verið flýtt um klukkutíma, væntanlega svo að þeir rúmist innan tvö hundruð manna samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti annað kvöld. Þá mun FM Belfast ekki vera með DJ-set í Fjarðarborg eftir Bræðsluna eins og til stóð en DJ-partýið hefur verið fært fram um einn sólarhing, og fer það því fram í kvöld. Vekja aðstandendur Bræðslunnar einnig athygli á því að tjaldsvæðið á Borgarfirði eystri muni ekki taka við fleiri gestum vegna yfirvofandi samkomutakmarkana. Steinþór Helgi Arnsteinsson, sumarvagnstjóri á Vagninum á Flateyri hvetur einnig alla til þess að nýta tækifærið og skella sér vestur á „síðasta djammið“ eins og hann orðar það, framundan sé rave á Vagninum. SÍÐASTA DJAMMIÐ! GÖNNIÐ Á FLATEYRI. RAVE Í NÓTT! pic.twitter.com/NdSIelZ1tC— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 23, 2021 Eins og fram hefur komið skoða Vestmannaeyingar nú hvort mögulegt sé að seinka Þjóðhátíð um nokkrar vikur. Hún átti að fara fram um Verslunarmannahelgina en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að erfitt verði að halda hátíðina þá vegna þeirra samkomutakmarkana sem taka gildi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjar, tekur undir þessar vangaveltur á Facebook í stöðuuppfærslu undir yfirskriftinni „Döpur, svekkt og pirruð!“ Þar spyr hún hvort ekki sé borðleggjandi að fresta Þjóðhátið í stað þess að slá hana af, enda gilda samkomutakmarkanir sem nú eru að taka gildi til 13. ágúst. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að aflýsa hátíðinni annað árið í röð, segja Akureyringar að ekki sé ráðlagt að stefna þúsundum manna saman miðað við uppgang Covid-19 á undanförnum dögum. Skipuleggjendur Druslugöngunnar taka í svipaðan streng en hún átti að fara fram á morgun klukkan tvö. Engar takmarkanir gilda því um hana en skipuleggjendur segja í uppfærslu á Facebook að þeir hafi tekið þá ákvörðun að fresta hátíðinni um óákveðinn tíma. „Þrátt fyrir að takmarkanirnar taki ekki gildi fyrr en annað kvöld finnst okkur mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu smita.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bræðslan Þjóðhátíð í Eyjum Druslugangan Tengdar fréttir Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05