Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 14:58 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans og hluti af viðbragðsstjórn spítalans. Landspítalinn er á hættustigi en ástæðuna má meðal annars rekja til takmarkaðrar mönnunar á spítalanum yfir sumarið. Vísir/vilhelm Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. Níu starfsmenn eru í einangrun, 15 eru í heimasóttkví samkvæmt leiðbeiningum landlæknis og 242 eru í vinnusóttkví. Skilgreiningar á sóttkví á Landspítala má lesa hér. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að tveir starfsmenn og einn inniliggjandi sjúklingur hafi greinst með Covid-19 í gær. „Að venju fór fram umfangsmikil rakning sem leiddi til þess að tveir sjúklingar og níu starfsmenn voru settir í sóttkví A og 11 starfsmenn í vinnusóttkví C. Uppákomur af þessu tagi, þ.e. að smit greinist óvænt inni í starfseminni eru verulegt áhyggjuefni nú þegar veiran hefur náð mikilli útbreiðslu og tugir smitaðra eru utan sóttkvíar við greiningu.“ Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala brýnir enn og aftur fyrir starfsfólki Landspítala að fara í skimun ef þeir finna fyrir einkennum. „Starfsfólk COVID-göngudeildar beitir tvenns konar flokkun við mat á áhættu smitaðra einstaklinga á að veikjast alvarlega af völdum COVID-19. Annars vegar er það svokölluð litakóðun einkenna þar sem grænn litur táknar fremur væg einkenni, gulur litur miðlungssvæsin einkenni og rauður litur svæsin einkenni. Hafa ber í huga að einkenni geta versnað mjög hratt þannig að einstaklingur sem fær græna litakóðun getur skyndilega orðið gulur eða jafnvel rauður síðar sama dag. Hins vegar er áhætta einstaklinga flokkuð byggt á aldri og undirliggjandi sjúkdómum í lága, meðal og mikla áhættu. Við mat á einstaklingum með kórónuveirusmit er notast við báðar þessar flokkanir. Þannig getur einstaklingur sem flokkast grænn vegna einkenna engu að síður verið í mikilli hættu á að veikjast alvarlega vegna undirliggjandi áhættuþátta í hæsta flokki,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. „Hótelúrræði fyrir starfsfólk Landspítala sem þarfnast aðstöðu annaðhvort vegna vinnusóttkvíar eða vegna smits/sóttkvíar á heimili er í höfn. Beiðnir um hóteldvöl berist á netfangið [email protected].“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Níu starfsmenn eru í einangrun, 15 eru í heimasóttkví samkvæmt leiðbeiningum landlæknis og 242 eru í vinnusóttkví. Skilgreiningar á sóttkví á Landspítala má lesa hér. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að tveir starfsmenn og einn inniliggjandi sjúklingur hafi greinst með Covid-19 í gær. „Að venju fór fram umfangsmikil rakning sem leiddi til þess að tveir sjúklingar og níu starfsmenn voru settir í sóttkví A og 11 starfsmenn í vinnusóttkví C. Uppákomur af þessu tagi, þ.e. að smit greinist óvænt inni í starfseminni eru verulegt áhyggjuefni nú þegar veiran hefur náð mikilli útbreiðslu og tugir smitaðra eru utan sóttkvíar við greiningu.“ Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala brýnir enn og aftur fyrir starfsfólki Landspítala að fara í skimun ef þeir finna fyrir einkennum. „Starfsfólk COVID-göngudeildar beitir tvenns konar flokkun við mat á áhættu smitaðra einstaklinga á að veikjast alvarlega af völdum COVID-19. Annars vegar er það svokölluð litakóðun einkenna þar sem grænn litur táknar fremur væg einkenni, gulur litur miðlungssvæsin einkenni og rauður litur svæsin einkenni. Hafa ber í huga að einkenni geta versnað mjög hratt þannig að einstaklingur sem fær græna litakóðun getur skyndilega orðið gulur eða jafnvel rauður síðar sama dag. Hins vegar er áhætta einstaklinga flokkuð byggt á aldri og undirliggjandi sjúkdómum í lága, meðal og mikla áhættu. Við mat á einstaklingum með kórónuveirusmit er notast við báðar þessar flokkanir. Þannig getur einstaklingur sem flokkast grænn vegna einkenna engu að síður verið í mikilli hættu á að veikjast alvarlega vegna undirliggjandi áhættuþátta í hæsta flokki,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. „Hótelúrræði fyrir starfsfólk Landspítala sem þarfnast aðstöðu annaðhvort vegna vinnusóttkvíar eða vegna smits/sóttkvíar á heimili er í höfn. Beiðnir um hóteldvöl berist á netfangið [email protected].“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira