Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2021 13:25 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. „Þetta er náttúrlega lýðræðisleg niðurstaða og niðurstöðurnar segja mér líka að það sé fjöldi fólks í flokknum í Reykjavík sem kann að meta reynslu mína og störf. Og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem studdu mig og mjög þakklátur yfir mjög góðum kveðjum sem mér hafa borist, bæði í aðdragandanum og á meðan og á eftir þessu gekk,“ segir hann. Fjóla Hrund hefur ekki setið á þingi en þó komið inn sem varaþingmaður. Þorsteinn hefur setið á þingi, fyrst fyrir Framsóknarflokk og síðar Miðflokk, frá árinu 2013. „Ég lít ekki á þetta sem einhvern dóm yfir því sem ég er búinn að vera að gera. Það er talað um það að það sé ákall eftir konum í pólitík og þar á meðal í Miðflokknum og við fáum að sjá það 25. september hvort það ákall skilar sér, það er að segja þeir sem kalla eftir konum flykki sér um flokkinn,“ segir hann. Ertu ósáttur? „Nei, nei eða þannig. Ég er náttúrlega keppnismaður. Ósáttur að því leyti að ég á margt ógert og sumu held ég áfram. Ég held áfram að berjast í málefnum þeirra sem misstu íbúðir í hendur Íbúðalánasjóðs, það er enginn til að taka við því. Og síðan eru önnur mál sem ég þarf að vinna í og ég held áfram að tjá mig – við skulum bara sjá hvað setur. Það er líf eftir pólitík. Ég var ekki alþingismaður í 59 ár þannig að ég kann það ágætlega,“ segir hann. Fjóla sagðist í samtali við Vísi í gær vera spennt fyrir komandi tímum, þó niðurstaðan hafi komið henni á óvart. „Ég óska flokknum og Fjólu Hrund alls hins besta. Fjóla Hrund er frambærileg og fín kona og á allt gott skilið.“ Alþingi Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
„Þetta er náttúrlega lýðræðisleg niðurstaða og niðurstöðurnar segja mér líka að það sé fjöldi fólks í flokknum í Reykjavík sem kann að meta reynslu mína og störf. Og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem studdu mig og mjög þakklátur yfir mjög góðum kveðjum sem mér hafa borist, bæði í aðdragandanum og á meðan og á eftir þessu gekk,“ segir hann. Fjóla Hrund hefur ekki setið á þingi en þó komið inn sem varaþingmaður. Þorsteinn hefur setið á þingi, fyrst fyrir Framsóknarflokk og síðar Miðflokk, frá árinu 2013. „Ég lít ekki á þetta sem einhvern dóm yfir því sem ég er búinn að vera að gera. Það er talað um það að það sé ákall eftir konum í pólitík og þar á meðal í Miðflokknum og við fáum að sjá það 25. september hvort það ákall skilar sér, það er að segja þeir sem kalla eftir konum flykki sér um flokkinn,“ segir hann. Ertu ósáttur? „Nei, nei eða þannig. Ég er náttúrlega keppnismaður. Ósáttur að því leyti að ég á margt ógert og sumu held ég áfram. Ég held áfram að berjast í málefnum þeirra sem misstu íbúðir í hendur Íbúðalánasjóðs, það er enginn til að taka við því. Og síðan eru önnur mál sem ég þarf að vinna í og ég held áfram að tjá mig – við skulum bara sjá hvað setur. Það er líf eftir pólitík. Ég var ekki alþingismaður í 59 ár þannig að ég kann það ágætlega,“ segir hann. Fjóla sagðist í samtali við Vísi í gær vera spennt fyrir komandi tímum, þó niðurstaðan hafi komið henni á óvart. „Ég óska flokknum og Fjólu Hrund alls hins besta. Fjóla Hrund er frambærileg og fín kona og á allt gott skilið.“
Alþingi Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira