„Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 20:00 Sum gagnrýni stjórnarandstöðunnar stenst ekki skoðun, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. Meðal annars hafa stjórnvöld legið undir ámæli núna eftir á, fyrir að hafa liðkað fyrir komu ferðamanna hingað til landsins á hinum og þessum tímapunkti, en í þeim efnum undirstrikar forsætisráðherra að farið hafi verið í nærrum því einu og öllu að ráðum sóttvarnalæknis. Sumir hafa gengið svo langt að krefja ríkisstjórnina beinlínis um afsökunarbeiðni vegna þess ástands sem nú er komið upp. “Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar á því að árangur okkar Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum þegar kemur að baráttunni við þennan faraldur. Ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni þennan árangur eingöngu. Hann er auðvitað fyrst og fremst okkar góða fagfólki og framlínufólki að þakka og aðallega þjóðinni sjálfri. Ég held að þjóðin ætti fremur að vera að klappa sér sjálfri á bakið en að vera að biðja einhvern afsökunar á því,“ segir Katrín í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Endurbólusetningum Janssen-hópsins mögulega flýtt Forsætisráðherra vonar að faraldurinn verði ekki stórt pólitískt hitamál í aðdraganda kosninga, en býst alveg eins við því. „Það kemur mér ekki á óvart að þegar nær dregur kosningum þá færist skjálfti yfir mannskapinn. En gagnrýnin þarf þá að vera málefnaleg og standast skoðun,“ segir Katrín. Katrín felur það fagfólki að meta hvernig skuli ráðstafa bólusetningum ákveðinna hópa í bili. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í dag að til skoðunar væri að gefa þeim sem fengið hafa Janssen-sprautu aðra sprautu enn fyrr en áætlað var, en til stóð að gera það um miðjan ágúst. Í þeim efnum sé litið til þess að byrja á grunn- og leikskólakennurum. Ákvörðun um að gera þetta fyrr en til stóð liggur þó ekki endanlega fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Meðal annars hafa stjórnvöld legið undir ámæli núna eftir á, fyrir að hafa liðkað fyrir komu ferðamanna hingað til landsins á hinum og þessum tímapunkti, en í þeim efnum undirstrikar forsætisráðherra að farið hafi verið í nærrum því einu og öllu að ráðum sóttvarnalæknis. Sumir hafa gengið svo langt að krefja ríkisstjórnina beinlínis um afsökunarbeiðni vegna þess ástands sem nú er komið upp. “Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar á því að árangur okkar Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum þegar kemur að baráttunni við þennan faraldur. Ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni þennan árangur eingöngu. Hann er auðvitað fyrst og fremst okkar góða fagfólki og framlínufólki að þakka og aðallega þjóðinni sjálfri. Ég held að þjóðin ætti fremur að vera að klappa sér sjálfri á bakið en að vera að biðja einhvern afsökunar á því,“ segir Katrín í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Endurbólusetningum Janssen-hópsins mögulega flýtt Forsætisráðherra vonar að faraldurinn verði ekki stórt pólitískt hitamál í aðdraganda kosninga, en býst alveg eins við því. „Það kemur mér ekki á óvart að þegar nær dregur kosningum þá færist skjálfti yfir mannskapinn. En gagnrýnin þarf þá að vera málefnaleg og standast skoðun,“ segir Katrín. Katrín felur það fagfólki að meta hvernig skuli ráðstafa bólusetningum ákveðinna hópa í bili. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í dag að til skoðunar væri að gefa þeim sem fengið hafa Janssen-sprautu aðra sprautu enn fyrr en áætlað var, en til stóð að gera það um miðjan ágúst. Í þeim efnum sé litið til þess að byrja á grunn- og leikskólakennurum. Ákvörðun um að gera þetta fyrr en til stóð liggur þó ekki endanlega fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55
Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01