„Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 20:00 Sum gagnrýni stjórnarandstöðunnar stenst ekki skoðun, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. Meðal annars hafa stjórnvöld legið undir ámæli núna eftir á, fyrir að hafa liðkað fyrir komu ferðamanna hingað til landsins á hinum og þessum tímapunkti, en í þeim efnum undirstrikar forsætisráðherra að farið hafi verið í nærrum því einu og öllu að ráðum sóttvarnalæknis. Sumir hafa gengið svo langt að krefja ríkisstjórnina beinlínis um afsökunarbeiðni vegna þess ástands sem nú er komið upp. “Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar á því að árangur okkar Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum þegar kemur að baráttunni við þennan faraldur. Ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni þennan árangur eingöngu. Hann er auðvitað fyrst og fremst okkar góða fagfólki og framlínufólki að þakka og aðallega þjóðinni sjálfri. Ég held að þjóðin ætti fremur að vera að klappa sér sjálfri á bakið en að vera að biðja einhvern afsökunar á því,“ segir Katrín í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Endurbólusetningum Janssen-hópsins mögulega flýtt Forsætisráðherra vonar að faraldurinn verði ekki stórt pólitískt hitamál í aðdraganda kosninga, en býst alveg eins við því. „Það kemur mér ekki á óvart að þegar nær dregur kosningum þá færist skjálfti yfir mannskapinn. En gagnrýnin þarf þá að vera málefnaleg og standast skoðun,“ segir Katrín. Katrín felur það fagfólki að meta hvernig skuli ráðstafa bólusetningum ákveðinna hópa í bili. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í dag að til skoðunar væri að gefa þeim sem fengið hafa Janssen-sprautu aðra sprautu enn fyrr en áætlað var, en til stóð að gera það um miðjan ágúst. Í þeim efnum sé litið til þess að byrja á grunn- og leikskólakennurum. Ákvörðun um að gera þetta fyrr en til stóð liggur þó ekki endanlega fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Meðal annars hafa stjórnvöld legið undir ámæli núna eftir á, fyrir að hafa liðkað fyrir komu ferðamanna hingað til landsins á hinum og þessum tímapunkti, en í þeim efnum undirstrikar forsætisráðherra að farið hafi verið í nærrum því einu og öllu að ráðum sóttvarnalæknis. Sumir hafa gengið svo langt að krefja ríkisstjórnina beinlínis um afsökunarbeiðni vegna þess ástands sem nú er komið upp. “Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar á því að árangur okkar Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum þegar kemur að baráttunni við þennan faraldur. Ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni þennan árangur eingöngu. Hann er auðvitað fyrst og fremst okkar góða fagfólki og framlínufólki að þakka og aðallega þjóðinni sjálfri. Ég held að þjóðin ætti fremur að vera að klappa sér sjálfri á bakið en að vera að biðja einhvern afsökunar á því,“ segir Katrín í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Endurbólusetningum Janssen-hópsins mögulega flýtt Forsætisráðherra vonar að faraldurinn verði ekki stórt pólitískt hitamál í aðdraganda kosninga, en býst alveg eins við því. „Það kemur mér ekki á óvart að þegar nær dregur kosningum þá færist skjálfti yfir mannskapinn. En gagnrýnin þarf þá að vera málefnaleg og standast skoðun,“ segir Katrín. Katrín felur það fagfólki að meta hvernig skuli ráðstafa bólusetningum ákveðinna hópa í bili. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í dag að til skoðunar væri að gefa þeim sem fengið hafa Janssen-sprautu aðra sprautu enn fyrr en áætlað var, en til stóð að gera það um miðjan ágúst. Í þeim efnum sé litið til þess að byrja á grunn- og leikskólakennurum. Ákvörðun um að gera þetta fyrr en til stóð liggur þó ekki endanlega fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55
Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01