Endurræsing símtækja geti gert símaþrjótum erfiðara fyrir Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 17:02 Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Getty/Sean Gallup Fulltrúi leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur deilt ráði sem á að gera óprúttnum aðilum erfiðara fyrir brjótast inn í síma og stela upplýsingum. Ráðið er athyglisvert fyrir þær sakir að það gæti ekki verið einfaldara. Angus King, fulltrúi leyniþjónustunefndarinnar, deildi ráðinu á öryggisfundi með starfsfólki sínu. Á stafrænum tímum eins og við lifum á, þar sem síma- og tölvuþrjótar leynast víða, mætti ætla að ráðið fæli í sér flóknar aðgerðir - en svo er ekki. Ráð Kings felst einfaldlega í því að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur. Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Patrick Wardle, öryggissérfræðingur hjá stofnuninni segir síma vera eins konar stafrænar sálir. Þeir eru nánast alltaf við hönd og geyma gífurlegt magn persónulegra og viðkvæmra upplýsinga sem óprúttnir aðilar gætu notfært sér. Það er til að mynda hægt að kveikja á myndavél og hljóðnema símans og fylgjast með staðsetningu. Breyttar aðferðir síma- og tölvuþrjóta Tölvu- og símaþrjótar eru ekki undanskildir þeirri stafrænu þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi. Hér áður fyrr sendu þeir gjarnan hlekk sem eigandi símans þurfti að smella á til þess að þeir fengju aðgang að tækinu. Í dag virðast þrjótarnir geta fengið aðgang að tækinu án nokkurra afskipta eigandans. Þessar nýju aðferðir símaþrjótanna virðast þó ráða illa við það að símarnir séu endurræstir. Þrjótunum þykir það þó eflaust ekki stór galli, þar sem sárafáir hafa tileinkað sér það að endurræsa símana sína reglulega. Það skal þó tekið fram að það að endurræsa símann getur ekki komið alfarið í veg fyrir að hægt sé að brjótast inn í hann. Það getur hins vegar gert jafnvel reyndustu þrjótum erfiðara fyrir, bæði að brjótast inn og að stela gögnum. Tækni Netöryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Angus King, fulltrúi leyniþjónustunefndarinnar, deildi ráðinu á öryggisfundi með starfsfólki sínu. Á stafrænum tímum eins og við lifum á, þar sem síma- og tölvuþrjótar leynast víða, mætti ætla að ráðið fæli í sér flóknar aðgerðir - en svo er ekki. Ráð Kings felst einfaldlega í því að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur. Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Patrick Wardle, öryggissérfræðingur hjá stofnuninni segir síma vera eins konar stafrænar sálir. Þeir eru nánast alltaf við hönd og geyma gífurlegt magn persónulegra og viðkvæmra upplýsinga sem óprúttnir aðilar gætu notfært sér. Það er til að mynda hægt að kveikja á myndavél og hljóðnema símans og fylgjast með staðsetningu. Breyttar aðferðir síma- og tölvuþrjóta Tölvu- og símaþrjótar eru ekki undanskildir þeirri stafrænu þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi. Hér áður fyrr sendu þeir gjarnan hlekk sem eigandi símans þurfti að smella á til þess að þeir fengju aðgang að tækinu. Í dag virðast þrjótarnir geta fengið aðgang að tækinu án nokkurra afskipta eigandans. Þessar nýju aðferðir símaþrjótanna virðast þó ráða illa við það að símarnir séu endurræstir. Þrjótunum þykir það þó eflaust ekki stór galli, þar sem sárafáir hafa tileinkað sér það að endurræsa símana sína reglulega. Það skal þó tekið fram að það að endurræsa símann getur ekki komið alfarið í veg fyrir að hægt sé að brjótast inn í hann. Það getur hins vegar gert jafnvel reyndustu þrjótum erfiðara fyrir, bæði að brjótast inn og að stela gögnum.
Tækni Netöryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira