Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 19:00 Mengunin frá skemmtiferðaskipum er augljós á þessari mynd. Stöð 2/Kristinn Gauti Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni. Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira