Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 07:00 Í yfirlýsingu Portsmouth segir að félagið líði ekki hvers kyns mismunun. Robin Jones/Getty Images Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu. Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017. Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Skilaboðin voru send eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumóti karla í fótbolta í sumar þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni. Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho brást öllum bogalistin af vítapunktinum í keppninni en þeir eiga sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Þrír leikmenn Portsmouth sendu skilaboð í lokaðan Snapchat-hóp U18 ára liðs félagsins. Skilaboðin beindust að þremenningunum sem nefndir eru að ofan þar sem miður smekklegir hlutir komu fram er sneru að hörundlit þeirra. Portsmouth FC can confirm that three players have been released from the academy following the conclusion of a disciplinary process#Pompey— Portsmouth FC (@Pompey) July 28, 2021 Portsmouth hóf rannsókn á málinu í síðustu viku og sendi félagið frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem greint var frá því að leikmennirnir þrír hefði verið vísað burt frá félaginu. Þeir hafi rétt til þess að áfrýja ákvörðuninni en Portsmouth standi gegn allri mismunun. Portsmouth er í C-deildinni á Englandi og mun leika þar fimmta tímabilið í röð á komandi vetri. Liðið var í úrvalsdeild frá 2003 til 2010 og vann meðal annars FA-bikarinn á meðan Hermann Hreiðarsson var í röðum félagsins árið 2008, en féll úr efstu deild niður í D-deildina á fjórum árum. Fjárhagsvandræði hafa plagað félagið síðasta rúman áratuginn og hægt virðist ganga að rétta úr kútnum en liðið hefur þó verið í baráttu um umspilssæti öll fjögur ár sín í C-deildinni eftir að hafa unnið D-deildina 2017.
Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira