Kona handtekin við bólusetningaröð: „Það er eitur í þessum sprautum!“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. júlí 2021 11:29 Á myndskeiði á vef Rúv sést konan láta öllum illum látum. Skjáskot úr myndskeiði Kona var handtekin fyrir utan bólusetningaröðina á Suðurlandsbraut nú í morgun. Konan mótmælti og lét illum látum þar sem óléttar konur stóðu í röð og biðu eftir bólusetningu. Rúv greinir frá því að konan hafi mætt ásamt annari konu um svipað leyti og fyrsti bólusetningarhópurinn mætti, en bólusetningar óléttra kvenna hófust klukkan níu í morgun. Á myndskeiði sem náðist af atvikinu sést konan öskra og veitast að heilbrigðisstarfsfólki. „Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Þetta er eitur í þessum sprautum og þið eruð að fara drepa börn í móðurkviði! Þetta er bara lygi, það er verið að ljúga að ykkur,“ öskrar konan. Þá sést heilbrigðisstarfsfólk reyna að róa konuna niður og vísa henni í burtu. „Komdu ekki við mig, komdu ekki nálægt mér!“ öskrar konan þá. Lögregla var kölluð til og á myndskeiðinu má sjá tvær lögreglukonur ræða við konuna sem þá virðist töluvert rólegri. Þegar lögreglukonurnar leiða konuna í burtu, inn í bifreið lögreglu virðist konan hins vegar missa stjórn á sér aftur og spyr í sífellu hvers vegna sé verið að taka hana fasta. Rúv greinir frá því að barnshafandi konum á staðnum hafi verið talsvert brugðið og að sumar hafi grátið. Söngkonan Salka Sól er ein af þeim konum sem voru í röðinni og greinir hún frá atvikinu á Twitter. Hér er verið að bólusetja óléttar konur og það voru bara mótmæli fyrir utan og öskrað að það væri verið að drepa okkur með bólusetningu. Wtfuuuuuu— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 29, 2021 Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Rúv greinir frá því að konan hafi mætt ásamt annari konu um svipað leyti og fyrsti bólusetningarhópurinn mætti, en bólusetningar óléttra kvenna hófust klukkan níu í morgun. Á myndskeiði sem náðist af atvikinu sést konan öskra og veitast að heilbrigðisstarfsfólki. „Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Þetta er eitur í þessum sprautum og þið eruð að fara drepa börn í móðurkviði! Þetta er bara lygi, það er verið að ljúga að ykkur,“ öskrar konan. Þá sést heilbrigðisstarfsfólk reyna að róa konuna niður og vísa henni í burtu. „Komdu ekki við mig, komdu ekki nálægt mér!“ öskrar konan þá. Lögregla var kölluð til og á myndskeiðinu má sjá tvær lögreglukonur ræða við konuna sem þá virðist töluvert rólegri. Þegar lögreglukonurnar leiða konuna í burtu, inn í bifreið lögreglu virðist konan hins vegar missa stjórn á sér aftur og spyr í sífellu hvers vegna sé verið að taka hana fasta. Rúv greinir frá því að barnshafandi konum á staðnum hafi verið talsvert brugðið og að sumar hafi grátið. Söngkonan Salka Sól er ein af þeim konum sem voru í röðinni og greinir hún frá atvikinu á Twitter. Hér er verið að bólusetja óléttar konur og það voru bara mótmæli fyrir utan og öskrað að það væri verið að drepa okkur með bólusetningu. Wtfuuuuuu— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 29, 2021
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira