Inga Sæland krefst þess að Alþingi komi saman vegna faraldursins Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 12:08 Inga Sæland segir álagið á heilbrigðisstarfsfólk hafa verið gríðarlegt og ganga þurfi ákveðið til verks til að fjölga starfsfólki Landspítalans. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins krefst þess að Alþingi verði þegar kallað saman vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kórónuveirufaraldrinum. Neyðarástand ríki í samfélaginu og styrkja þurfi sóttvarnaráðstafanir og heilbrigðiskerfið. Útbeireiðsla kórónuveirunnar hefur verið í veldisvexti hér á landi undanfarnar tvær vikur og met slegið í fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Enn sem komið er hefur hærra hlutfall óbólusettra smitast en fólk úr báðum hópum hefur verið lagt inn á sjúkrahús þó aðeins einn óbólusettur á gjörgæsludeild og er hann undir sextíu ára aldri. Inga Sæland er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf til að afla fylgis þeirra við að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf með áskorun um að þeir taki undir með henni að Alþingi verði nú þegar kallað saman vegna stöðunnar. „Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að blása kjark í þjóðina og axla ábyrgð sem kjörinn fulltrúi er það akkúrat nú í þessum fordæmalausa heimsfaraldri sem er í veldisvexti hér innanlands. Alvarleikinn er þetta gríðarlega álag á starfsmenn Landspítalans sem er í rauninni búinn að vera á hættustigi síðan 23. júlí síðast liðinn. Þannig að ég tel ástandið einfaldlega lífshættulegt,“ segir Inga. Það verði því að gera eitthvað róttækt fyrir Landspítalann því starfsfólk sé undir gríðarlegu álagi og ástandið komi niður á þjónustu við aðra sjúklinga en þá sem væru veikir af covid. En hluti erfiðrar stöðu spítalans er mönnunarvandi. Heilbrigðisstarfsfólk verður kannski ekki tínt upp af götunni? „Það er bara akkúrat það sem við verðum að fara að reyna að gera. Það er bara svoleiðis. Við verðum að sækja fólkið og vera skilvirkari í því. Borga almennilega fyrir það í krónum talið ef það er það sem stendur í veginum. Við verðum einfaldlega að tryggja heilbrigðiskerfið okkar. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann og það er talað um að engum hátíndi hafi verið náð hvað það varðar. Smitaðir hér á annað hundrað dag eftir dag. Þannig að ástandið er þannig finnst mér að ég gæti engan veginn skilið hvernig hægt væri að réttlæta að Alþingi kæmi ekki saman á þessari stundu,“ segir Inga Sæland. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Útbeireiðsla kórónuveirunnar hefur verið í veldisvexti hér á landi undanfarnar tvær vikur og met slegið í fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Enn sem komið er hefur hærra hlutfall óbólusettra smitast en fólk úr báðum hópum hefur verið lagt inn á sjúkrahús þó aðeins einn óbólusettur á gjörgæsludeild og er hann undir sextíu ára aldri. Inga Sæland er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf til að afla fylgis þeirra við að Alþingi verði kallað saman nú þegar vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins er þessa stundina að senda öllum þingmönnum bréf með áskorun um að þeir taki undir með henni að Alþingi verði nú þegar kallað saman vegna stöðunnar. „Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að blása kjark í þjóðina og axla ábyrgð sem kjörinn fulltrúi er það akkúrat nú í þessum fordæmalausa heimsfaraldri sem er í veldisvexti hér innanlands. Alvarleikinn er þetta gríðarlega álag á starfsmenn Landspítalans sem er í rauninni búinn að vera á hættustigi síðan 23. júlí síðast liðinn. Þannig að ég tel ástandið einfaldlega lífshættulegt,“ segir Inga. Það verði því að gera eitthvað róttækt fyrir Landspítalann því starfsfólk sé undir gríðarlegu álagi og ástandið komi niður á þjónustu við aðra sjúklinga en þá sem væru veikir af covid. En hluti erfiðrar stöðu spítalans er mönnunarvandi. Heilbrigðisstarfsfólk verður kannski ekki tínt upp af götunni? „Það er bara akkúrat það sem við verðum að fara að reyna að gera. Það er bara svoleiðis. Við verðum að sækja fólkið og vera skilvirkari í því. Borga almennilega fyrir það í krónum talið ef það er það sem stendur í veginum. Við verðum einfaldlega að tryggja heilbrigðiskerfið okkar. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann og það er talað um að engum hátíndi hafi verið náð hvað það varðar. Smitaðir hér á annað hundrað dag eftir dag. Þannig að ástandið er þannig finnst mér að ég gæti engan veginn skilið hvernig hægt væri að réttlæta að Alþingi kæmi ekki saman á þessari stundu,“ segir Inga Sæland.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09 118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31
Tíu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu Tíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið lagðir inn frá því snemma í gær og fjölgaði um einn á gjörgæslu. 29. júlí 2021 11:09
118 greindust innanlands Í gær greindust minnst 118 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 34 óbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 67 eða rúmur helmingur var utan sóttkvíar við greiningu. 29. júlí 2021 10:43