Þröngt á deildinni eins og annars staðar á spítalanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. júlí 2021 15:32 Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsþjónustu Landspítala. Skjáskot/Stöð 2 Blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut hefur verið lokað tímabundið fyrir innlögnum á meðan allir sjúklingar og starfsfólk deildarinnar bíða eftir niðurstöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúklingur og tveir starfsmenn. Spurð hvort hún sé bjartsýn á að tekist hafi að koma í veg fyrir að veiran dreifði sér frekar á deildinni og til annarra sjúklinga segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítalans: „Við getum náttúrulega ekkert sagt til um það. En já, já, við verðum að vera bjartsýn. Hér hafa allir verið í þessum viðeigandi búnaði, með grímur og hanska og svona á meðan þeir sinna sjúklingum.“ Gæti hafa komið smitaður á deildina Hópurinn sem liggur inni á deildinni er eðlilega afar viðkvæmur: „Krabbameinsveikir eru náttúrulega í áhættuhópi, sérstaklega ef þeir eru á ónæmisbælandi lyfjum,“ segir Vigdís. En er hér annað Landakotssmit í uppsiglingu? Eða hvernig eru aðstæður á deildinni? „Þetta er auðvitað dæmigert Landspítalahúsnæði og auðvitað er þröngt hér á deildinni eins og annars staðar. En eins og ég segi þá hafa allir hér fylgt viðeigandi smitvörnum og starfsfólkið hefur verið í hlífðarbúnaði í öllum samskiptum við sjúklinga.“ Ákveðið var að skima alla sjúklinga deildarinnar fyrir veirunni í morgun og 70 starfsmenn, eða alla þá sem hafa verið í vinnu frá því að smitin komu upp. Niðurstöður úr þeim sýnatökum liggja enn ekki fyrir. Á meðan þeirra er beðið var ákveðið að loka deildinni fyrir innlögnum. „Okkur þykir líklegt að þessi þrjú smit á deildinni séu ótengd,“ segir Vigdís. Spurð hvers vegna segir hún að lítill sem enginn samgangur hafi verið milli starfsmannanna tveggja og sjúklingsins og að tímasetningar smitanna bendi í þá átt. Sjúklingurinn sem greindist í gær var lagður inn á deildina á mánudag og gæti því mjög vel hafa smitast utan deildarinnar áður en hann var lagður inn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Spurð hvort hún sé bjartsýn á að tekist hafi að koma í veg fyrir að veiran dreifði sér frekar á deildinni og til annarra sjúklinga segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítalans: „Við getum náttúrulega ekkert sagt til um það. En já, já, við verðum að vera bjartsýn. Hér hafa allir verið í þessum viðeigandi búnaði, með grímur og hanska og svona á meðan þeir sinna sjúklingum.“ Gæti hafa komið smitaður á deildina Hópurinn sem liggur inni á deildinni er eðlilega afar viðkvæmur: „Krabbameinsveikir eru náttúrulega í áhættuhópi, sérstaklega ef þeir eru á ónæmisbælandi lyfjum,“ segir Vigdís. En er hér annað Landakotssmit í uppsiglingu? Eða hvernig eru aðstæður á deildinni? „Þetta er auðvitað dæmigert Landspítalahúsnæði og auðvitað er þröngt hér á deildinni eins og annars staðar. En eins og ég segi þá hafa allir hér fylgt viðeigandi smitvörnum og starfsfólkið hefur verið í hlífðarbúnaði í öllum samskiptum við sjúklinga.“ Ákveðið var að skima alla sjúklinga deildarinnar fyrir veirunni í morgun og 70 starfsmenn, eða alla þá sem hafa verið í vinnu frá því að smitin komu upp. Niðurstöður úr þeim sýnatökum liggja enn ekki fyrir. Á meðan þeirra er beðið var ákveðið að loka deildinni fyrir innlögnum. „Okkur þykir líklegt að þessi þrjú smit á deildinni séu ótengd,“ segir Vigdís. Spurð hvers vegna segir hún að lítill sem enginn samgangur hafi verið milli starfsmannanna tveggja og sjúklingsins og að tímasetningar smitanna bendi í þá átt. Sjúklingurinn sem greindist í gær var lagður inn á deildina á mánudag og gæti því mjög vel hafa smitast utan deildarinnar áður en hann var lagður inn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira