Gagnrýninn milljarðamæringur dæmdur í átján ára fangelsi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2021 16:08 Sun Dawu er á leið í fangelsi. Ap/Dawu Group Sun Dawu, kínverskur milljarðamæringur sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld þar í landi, hefur verið dæmdur í átján ára fangelsi fyrir ýmsar sakir, þar á meðal fyrir að „ýta undir ósætti“. Dawu er eigandi eins stærsta landbúnaðarfyrirtæki Kína, sem aðallega er starfrækt í héraðinu Hebei í norðurhluta landsins. Dawu hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á yfirvöld þar í landi og meðal annars rætt opinskátt um mannréttindi og önnur málefni sem þykja viðkvæm í Kína að mati stjórnvalda. Dawu var fundinn sekur um að „ýta undir ósætti“ að því er fram kemur í frétt BBC . Honum var einnig gefið að sök að hafa nýtt sér jarðir undir landbúnað án leyfis, safnað saman hópi manna til að ráðast að ríkisstofnunum og að hafa komið í veg fyrir að embættismenn gætu unnið vinnu sína. Fyrir utan fangelsisvistana þarf hann að greiða 3,1 milljónir yuan í sekt, um 60 milljónir íslenskra króna. Hefur hann átt í deilum við yfirvöld í Hebei-héraði vegna deilna um starfsemi opinberra aðila í landbúnaði. Hefur hann sagt að fjöldi starfsmanna á hans vegum hafi slasast eftir átök við lögregu vegna málsins á síðasta ári. Dawu er einn örfárra sem gagnrýndi kínversk yfirvöld árið 2019 fyrir viðbrögð þeirra svínaflensufaraldri sem kom upp árið 2019, og hafði töluverð áhrif á rekstur fyrirtækis hans. Sjálfur segist hann vera fyrirmyndarmeðlimur í kommúnistaflokki Kína sem fer með völd í landinu. Hann lýsti sjálfan sig saklausan af flestum ákæruatriðu, en sagðist þó vera sekur um að hafa gert ákveðin mistök, þar á meðal vegna færslna á internetinu. Kína Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Dawu er eigandi eins stærsta landbúnaðarfyrirtæki Kína, sem aðallega er starfrækt í héraðinu Hebei í norðurhluta landsins. Dawu hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á yfirvöld þar í landi og meðal annars rætt opinskátt um mannréttindi og önnur málefni sem þykja viðkvæm í Kína að mati stjórnvalda. Dawu var fundinn sekur um að „ýta undir ósætti“ að því er fram kemur í frétt BBC . Honum var einnig gefið að sök að hafa nýtt sér jarðir undir landbúnað án leyfis, safnað saman hópi manna til að ráðast að ríkisstofnunum og að hafa komið í veg fyrir að embættismenn gætu unnið vinnu sína. Fyrir utan fangelsisvistana þarf hann að greiða 3,1 milljónir yuan í sekt, um 60 milljónir íslenskra króna. Hefur hann átt í deilum við yfirvöld í Hebei-héraði vegna deilna um starfsemi opinberra aðila í landbúnaði. Hefur hann sagt að fjöldi starfsmanna á hans vegum hafi slasast eftir átök við lögregu vegna málsins á síðasta ári. Dawu er einn örfárra sem gagnrýndi kínversk yfirvöld árið 2019 fyrir viðbrögð þeirra svínaflensufaraldri sem kom upp árið 2019, og hafði töluverð áhrif á rekstur fyrirtækis hans. Sjálfur segist hann vera fyrirmyndarmeðlimur í kommúnistaflokki Kína sem fer með völd í landinu. Hann lýsti sjálfan sig saklausan af flestum ákæruatriðu, en sagðist þó vera sekur um að hafa gert ákveðin mistök, þar á meðal vegna færslna á internetinu.
Kína Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira