Kardináli ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 22:44 Theodore McCarrick á blaðamannafundi árið 2006. AP/J. Scott Applewhite Theodore McCarrick, fyrrverandi kardináli í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á táningsdreng árið 1974. Hann er sakaður um að hafa meðal annars káfað á sextán ára dreng og brotið gegn honum á annan hátt í nokkur ár. McCarrick sem er 91 árs gamall og hafði áður mikil áhrif innan kaþólsku kirkjunnar, var sviptur embætti sínu af páfanum árið 2019. Þá hafði rannsókn Vatíkansins staðfest áratuga gamlan orðróm um að hann væri kynferðisbrotamaður og hefði brotið á börnum og fullorðnu fólki. AP fréttaveitan segir þetta í fyrsta sinn sem kardináli, starfandi eða ekki, sé ákærður fyrir kynferðisbrot í Bandaríkjunum. Rannsókn hófst eftir að lögmaður mannsins sendi bréf um ásakanirnar til saksóknara. Maðurinn sem McCarrick er sakaður um að hafa brotið á segir að árið 1974 hafi McCarrick verið prestur og í miklum samskiptum við fjölskyldu hans. Þegar bróðir mannsins var að gifta sig bað faðir hans McCarrick um að ræða við hann, því hann hafi verið að haga sér illa og neitað að mæta í kirkju. Maðurinn segir McCarrick hafa farið með sig í göngutúr þar sem hann káfaði á honum og seinna í brúðkaupsveislunni hafi hann brotið á honum inn í skáp. Brotin hafi haldið áfram næstu ár. Áðurnefnd rannsókn Vatíkansins leiddi í ljós að kirkjunni hefði borist ábendingar um möguleg brot McCarrick í það minnst frá árinu 1999. Biskupar, kardinálar og páfar höfðu gert lítið úr eða ýtt til hliðar ásökunum um kynferðisbrot en í skýrslu Vatíkansins sem AP vitnar í, segir að Jóhannes Páll páfi annar hafi borið hvað mesta sök. Hann gerði McCarrik að erkibiskupi Wasington DC, þrátt fyrir að rannsókn hefði þá staðfest að McCarrick hafði haft mök við prestslærlinga. Bandaríkin Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
McCarrick sem er 91 árs gamall og hafði áður mikil áhrif innan kaþólsku kirkjunnar, var sviptur embætti sínu af páfanum árið 2019. Þá hafði rannsókn Vatíkansins staðfest áratuga gamlan orðróm um að hann væri kynferðisbrotamaður og hefði brotið á börnum og fullorðnu fólki. AP fréttaveitan segir þetta í fyrsta sinn sem kardináli, starfandi eða ekki, sé ákærður fyrir kynferðisbrot í Bandaríkjunum. Rannsókn hófst eftir að lögmaður mannsins sendi bréf um ásakanirnar til saksóknara. Maðurinn sem McCarrick er sakaður um að hafa brotið á segir að árið 1974 hafi McCarrick verið prestur og í miklum samskiptum við fjölskyldu hans. Þegar bróðir mannsins var að gifta sig bað faðir hans McCarrick um að ræða við hann, því hann hafi verið að haga sér illa og neitað að mæta í kirkju. Maðurinn segir McCarrick hafa farið með sig í göngutúr þar sem hann káfaði á honum og seinna í brúðkaupsveislunni hafi hann brotið á honum inn í skáp. Brotin hafi haldið áfram næstu ár. Áðurnefnd rannsókn Vatíkansins leiddi í ljós að kirkjunni hefði borist ábendingar um möguleg brot McCarrick í það minnst frá árinu 1999. Biskupar, kardinálar og páfar höfðu gert lítið úr eða ýtt til hliðar ásökunum um kynferðisbrot en í skýrslu Vatíkansins sem AP vitnar í, segir að Jóhannes Páll páfi annar hafi borið hvað mesta sök. Hann gerði McCarrik að erkibiskupi Wasington DC, þrátt fyrir að rannsókn hefði þá staðfest að McCarrick hafði haft mök við prestslærlinga.
Bandaríkin Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira