Athygli vekur að það er slembivalinn hópur einstaklinga sem velur lista flokksins fyrir kosningarnar en sá háttur verður hafður á við val á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í haust.
„Listinn er náttúrlega eins og fólkið í Sósíalistaflokknum, hópur af baráttuglöðu fólki sem vill breyta samfélaginu, gera það betra,“ er haft eftir myndlistarmanninum, öryrkjanum og aðgerðarsinnanum Maríu, sem skipar fyrsta sætið. Hún hefur undanfarin fjögur ár gegnt formennsku í Málefnastjórn Sósíalistaflokksins.
Í öðru sæti er Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar. Eftir þingsetu 2013 hefur Þór starfað fyrir OECD, átt sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands, rekið ferðaþjónustu, verið atvinnulaus og lokið diplómanámi í þýðingum frá Háskóla Íslands, auk annarra starfa að því er fram kemur í tilkynningunni.
Listi Sósíalistaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi:
- María Pétursdóttir, myndlistakona/öryrki
- Þór Saari, hagfræðingur
- Agnieszka Sokolowska, bókavörður
- Luciano Dutra, þýðandi
- Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarmaður og kvikmyndagerðarkona
- Hörður Svavarsson, leikskólastjóri
- Nanna Hlín Halldórsdóttir, nýdoktor
- Sæþór Benjamín Randalsson, matráður
- Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og stjórnsýslufræðingur
- Tómas Ponzi, garðyrkjubóndi
- Sara Stef. Hildardóttir, upplýsingafræðingur
- Agni Freyr Arnarson Kuzminov, námsmaður
- Zuzanna Elvira Korpak, námsmaður
- Sigurður H. Einarsson, vélvirki
- Silja Rún Högnadóttir, myndlistarnemi
- Alexey Matveev, skólaliði
- Elísabet Freyja Úlfarsdóttir, námsmaður
- Arnlaugur Samúel Arnþórsson, garðyrkjumaður
- Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður i heimaþjónustu
- Baldvin Björgvinsson, framhaldsskólakennari
- Elsa Björk Harðardóttir, grunnskólakennari og öryrki
- Jón Hallur Haraldsson, forritari
- Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir, leikskólakennari
- Gísli Pálsson, mannfræðiprófessor
- Erling Smith, tæknifræðingur og öryrki
- Sylviane Lecoultre, iðjuþjálfi
Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.