Unnu náið saman við lagið Ritstjórn Albumm.is skrifar 31. júlí 2021 14:31 Weekendson og Michael Sadler söngvari hljómsveitarinnar Saga Íslenski tónlistarmaðurinn Weekendson var að senda frá sér lagið The Trap ásamt Michael Sadler söngvara hinnar heimsfrægu hljómsveit, Saga. Hljómsveitin Saga er búin að vera starfandi síðan 1977 og hefur spilað út um heiminn allann þverann og endilangann ótal sinnum. Hún er ennþá í fullu fjöri, og gaf út í vor sína tuttugustu og aðra plötu sem nefnist Symmetry. Hljómsveitin hyggst fylgja plötunni eftir í haust með tónleikaferð sem byrjar í Evrópu. Hljómsveitin er hvað þekktust fyrir lögin sín Wind him up og On the loose (þriðja sæti í Bandaríkjunum), og The Flyer. Weekendson heitir réttu nafni Jón Þór Helgason en hann gaf út sína fyrstu plötu sumarið 2019, en hefur gefið út nokkur lög síðan þá. Eitt af þeim kom út 1. janúar í samstarfi við tónlistarmanninn og útvarpsmanninn Þórð Helga Þórðarson, eða Dodda litla eins og hann er gjarnan kallaður. Þegar Weekendson var að vinna að The Trap, gerði hann sér grein fyrir að það væri ekki ætlað honum að syngja. Hann vissi strax að lagið væri ætlað Michael Sadler. Þannig að hann ákvað að prófa að hafa samband við umboðsmann hans, og sendi honum lagið. Michael fannst lagið frábært, og vildi klára það með Weekendson og unnu þeir náið saman við lagið. Þess má geta að Michael sadler er ekki eini meðlimur Saga sem kemur fram í þessu lagi. Því trommuleikari Saga (Mike Thorne) tók upp trommur fyrir lagið. En hann trommaði einnig lagið The Clown fyrir Weekendson sem kom út í lok apríl síðastliðnum. Einnig hefur hann tekið upp trommur við fleiri lög sem Weekendson er að vinna að. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected]. Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning
Hljómsveitin Saga er búin að vera starfandi síðan 1977 og hefur spilað út um heiminn allann þverann og endilangann ótal sinnum. Hún er ennþá í fullu fjöri, og gaf út í vor sína tuttugustu og aðra plötu sem nefnist Symmetry. Hljómsveitin hyggst fylgja plötunni eftir í haust með tónleikaferð sem byrjar í Evrópu. Hljómsveitin er hvað þekktust fyrir lögin sín Wind him up og On the loose (þriðja sæti í Bandaríkjunum), og The Flyer. Weekendson heitir réttu nafni Jón Þór Helgason en hann gaf út sína fyrstu plötu sumarið 2019, en hefur gefið út nokkur lög síðan þá. Eitt af þeim kom út 1. janúar í samstarfi við tónlistarmanninn og útvarpsmanninn Þórð Helga Þórðarson, eða Dodda litla eins og hann er gjarnan kallaður. Þegar Weekendson var að vinna að The Trap, gerði hann sér grein fyrir að það væri ekki ætlað honum að syngja. Hann vissi strax að lagið væri ætlað Michael Sadler. Þannig að hann ákvað að prófa að hafa samband við umboðsmann hans, og sendi honum lagið. Michael fannst lagið frábært, og vildi klára það með Weekendson og unnu þeir náið saman við lagið. Þess má geta að Michael sadler er ekki eini meðlimur Saga sem kemur fram í þessu lagi. Því trommuleikari Saga (Mike Thorne) tók upp trommur fyrir lagið. En hann trommaði einnig lagið The Clown fyrir Weekendson sem kom út í lok apríl síðastliðnum. Einnig hefur hann tekið upp trommur við fleiri lög sem Weekendson er að vinna að. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning