Ein besta vikan í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2021 10:35 Mynd: Af vef Veiðivatna, ljósmyndari: Jóhann Ölvir Guðmundsson Síðasta vika var sú sjötta á veiðitímanum í Veiðivötnum en á þessum tíma vill veiðin oft dragast aðeins saman. það var þó ekki þannig í þetta skiptið en þessi vika sem leið var besta veiðivikan í veiðivötnum í allt sumar og ein besta sjötta vika í veiði í mörg ár. Samtals veiddust 1.393 fiskar í vötnunum og þar var Litlisjór með bestu veiðina upp á 852 fiska. Köld byrjun sumarsins hefur líklega dregið úr tökugleðinni eins og oft gerist en eftir að það hlýnaði eru vötnin klárlega komin í góðan gír og sýna sínar bestu hliðar. Fyrir þá sem eiga eftir að kíkja í vötnin í sumar þá eru laus leyfi í ágúst en án gistingar. Aðstaðan á tjaldstæðinu er góð og þess vegna upplagt að koma bara með fellihýsi eða tjald til að njóta góðra daga við vötnin. Þess má geta að skaflinn í Miðmorgunsöldunni er núna horfinn og veiðimenn þess vegna minntir á að taka með sér það sem þarf til að kæla aflann. Stærsti fiskurinn úr vötnunum það sem af er sumri er 16 punda urriði sem veiddist í Grænavatni. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Hítará fer í útboð Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði
það var þó ekki þannig í þetta skiptið en þessi vika sem leið var besta veiðivikan í veiðivötnum í allt sumar og ein besta sjötta vika í veiði í mörg ár. Samtals veiddust 1.393 fiskar í vötnunum og þar var Litlisjór með bestu veiðina upp á 852 fiska. Köld byrjun sumarsins hefur líklega dregið úr tökugleðinni eins og oft gerist en eftir að það hlýnaði eru vötnin klárlega komin í góðan gír og sýna sínar bestu hliðar. Fyrir þá sem eiga eftir að kíkja í vötnin í sumar þá eru laus leyfi í ágúst en án gistingar. Aðstaðan á tjaldstæðinu er góð og þess vegna upplagt að koma bara með fellihýsi eða tjald til að njóta góðra daga við vötnin. Þess má geta að skaflinn í Miðmorgunsöldunni er núna horfinn og veiðimenn þess vegna minntir á að taka með sér það sem þarf til að kæla aflann. Stærsti fiskurinn úr vötnunum það sem af er sumri er 16 punda urriði sem veiddist í Grænavatni.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Hítará fer í útboð Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Stóra Laxá komin í gang Veiði