Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 09:10 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06
Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03
„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57