Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2021 15:39 Heilbrigðisráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að mikið álag hafi verið á sóttvararhús að undanförnu. Í síðustu viku sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, að fjöldi óbólusettra ferðamanna sem tækju út sína sóttkví í slíku húsi í stað þess að greiða fyrir hóteldvöl, væri vandamál. Ljóst er að reglugerðarbreytingin er liður í því að létta á þessu vandamáli, með því að nýta húsin að mestum hluta aðeins fyrir þá sem þurfa á einangrun að halda. Breytingin tekur gildi næsta laugardag, 7. ágúst. Samkvæmt reglugerðarbreytingunni getur sóttvarnalæknir þó í undantekningartilfellum ákveðið að einstaklingur í sóttkví skuli dveljast á sóttvarnahúsi, til að mynda ef viðkomandi hefur ekki tök á að einangra sig í húsnæði á eigin vegum, eða ef sýnt þykir að hann muni ekki hlíta reglum um sóttkví. Óbólusettir ferðamenn sem koma hingað til lands, og þurfa reglum samkvæmt að fara í sóttkví, munu nú þurfa að leita til hótela og annarra gististaða sem uppfylla kröfur Ferðamálastofu um að fá að taka á móti gestum í sóttkví, og greiða sjálfir fyrir dvölina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að mikið álag hafi verið á sóttvararhús að undanförnu. Í síðustu viku sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, að fjöldi óbólusettra ferðamanna sem tækju út sína sóttkví í slíku húsi í stað þess að greiða fyrir hóteldvöl, væri vandamál. Ljóst er að reglugerðarbreytingin er liður í því að létta á þessu vandamáli, með því að nýta húsin að mestum hluta aðeins fyrir þá sem þurfa á einangrun að halda. Breytingin tekur gildi næsta laugardag, 7. ágúst. Samkvæmt reglugerðarbreytingunni getur sóttvarnalæknir þó í undantekningartilfellum ákveðið að einstaklingur í sóttkví skuli dveljast á sóttvarnahúsi, til að mynda ef viðkomandi hefur ekki tök á að einangra sig í húsnæði á eigin vegum, eða ef sýnt þykir að hann muni ekki hlíta reglum um sóttkví. Óbólusettir ferðamenn sem koma hingað til lands, og þurfa reglum samkvæmt að fara í sóttkví, munu nú þurfa að leita til hótela og annarra gististaða sem uppfylla kröfur Ferðamálastofu um að fá að taka á móti gestum í sóttkví, og greiða sjálfir fyrir dvölina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira