Meðal þeirra sem greina frá þessu er fótboltavéfréttin Fabrizio Romano. Hann segir að PSG hafi strax spurst fyrir um mál Messi eftir að ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Barcelona.
Paris Saint-Germain started new contacts to ask about Leo Messi situation yesterday, right after La Liga blocked new contract agreement with Barça #PSG
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 6, 2021
Messi will take his time to see what happens. He turned down PSG and City approaches months ago, as he only wanted Barça.
Í gær greindi Barcelona frá því að Messi myndi yfirgefa félagið sem hann hefur leikið með alla tíð.
Messi vildi fara frá Barcelona síðasta sumar en ekkert varð af því. Fyrir nokkrum vikum bárust svo fréttir af því að Argentínumaðurinn myndi skrifa undir fimm ára samning við Barcelona en taka á sig fimmtíu prósent launalækkun. En nú virðist Messi á förum frá Barcelona.
Ef Messi færi til PSG myndi hann hitta þar fyrir Brasilíumanninn Neymar sem hann lék með hjá Barcelona.
Auk PSG hefur Messi aðallega verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City.