Jamie Robson kom heimamönnum yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Það reyndist vera eina mark leiksins og það voru því Dundee Unites sem fögnuðu 1-0 sigri.
Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers höfðu spilað 40 leiki í skosku úrvalsdeildinni án taps. Þeir áttu þó enn langt í land til að bæta met Celtic frá árunum 1915-1917, þar sem að liðið spilaði 62 leiki í efstu deild án taps.
Rangers hafa nú tapað tveim leikjum í röð, en fyrr í vikunni töpuðu þeir 2-1 gegn Malmö í fyrri viðuregin liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar.