Óskað var eftir aðstoð vegna bíls sem fastur var í Krossá í gær og einnig voru tvö útköll vegna göngufólks í vandræðum á Suður- og Norðurlandi, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.
Í morgun var svo óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurlandi vegna mótorhjólaslyss og héldu björgunarsveitir á staðinn ásamt öðrum viðbragðsaðilum og var hinn slasaði fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.