Vald Sjálfstæðisflokksins byggi á þjónkun annarra flokka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2021 08:32 Sjálfstæðisflokksfólk er „sérstök tegund á Ísland, algjörlega á skjön við allan almenning,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn ekki í neinum tengslum við meginþorra almennings en sækja sterka stöðu sína til „þjónkunnar forystu annarra flokka við auðvaldið“. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Þar segir Gunnar Smári Sjálfstæðisflokkinn „jaðarflokk“ og nefnir sem dæmi að 65 prósent kjósenda annarra flokka hefðu reynst fylgjandi því að breyta kvótakerfinu með lýðræðislegum aðferðum á komandi kjörtímabili en aðeins 25 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðisflokksfólk“ stjórnaði svo til öllu á Íslandi, sem væri eins og það væri vegna þess að flokkurinn hefði haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum; „í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra,“ segir Gunnar Smári. Þessi staða byggði ekki á kjörfylgi heldur þeirri hugmynd að „ríki karlinn“ ætti að fá meira pláss en annað fólk. „Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks.“ Þó væri ekki rétt að hneykslast á kjósendum flokksins. „Nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu.“ Vandi íslenskra stjórnmála, segir Gunnar Smári, væru linnulaus svik stjórnmálanna við kjósendur annarra flokka. „Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Þar segir Gunnar Smári Sjálfstæðisflokkinn „jaðarflokk“ og nefnir sem dæmi að 65 prósent kjósenda annarra flokka hefðu reynst fylgjandi því að breyta kvótakerfinu með lýðræðislegum aðferðum á komandi kjörtímabili en aðeins 25 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðisflokksfólk“ stjórnaði svo til öllu á Íslandi, sem væri eins og það væri vegna þess að flokkurinn hefði haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum; „í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra,“ segir Gunnar Smári. Þessi staða byggði ekki á kjörfylgi heldur þeirri hugmynd að „ríki karlinn“ ætti að fá meira pláss en annað fólk. „Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks.“ Þó væri ekki rétt að hneykslast á kjósendum flokksins. „Nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu.“ Vandi íslenskra stjórnmála, segir Gunnar Smári, væru linnulaus svik stjórnmálanna við kjósendur annarra flokka. „Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira