Ísland á toppi lista OECD yfir stuðning við málefni hafsins Heimsljós 13. ágúst 2021 10:54 gunnisal Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland trónir á toppi lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem tengjast málefnum hafsins. Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu en samkvæmt tölfræði OECD styðja 13,5 prósent af framlögum Íslands við þann málaflokk. Starf Íslands á þessu sviði er margháttað. Í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands leitast íslensk stjórnvöld við að stuðla að bættri afkomu og viðnámsþrótti í fátækum samfélögum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Meðal annars er unnið að byggðaþróun í strandsamfélögum í Malaví og Úganda ásamt héraðsyfirvöldum þar, og að hreinsun stranda í Síerra Leóne og Líberíu í samstarfi við alþjóðastofnanir. Þá er einnig unnið með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) við stefnumörkun á alþjóðavettvangi, auk þess sem íslenskir sjávarútvegssérfræðingar veita reglulega ráðgjöf til alþjóðastofnana sem vinna verkefni á þessu sviði. Ísland hefur einnig um árabil virkur þátttakandi í ProBlue sjóði Alþjóðabankans, sem sinnir málefum hafsins og þróun bláa hagkerfisins auk þess að stuðla að því að draga úr mengun í hafi. Loks má nefna að Sjávarútvegsskólinn, sem er hluti af GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, tekur árlega á móti sérfræðingum frá þróunarríkjum sem koma til námsdvalar á Íslandi auk þess að bjóða upp á styttri námskeið í þróunarlöndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Úganda Síerra Leóne Líbería Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent
Ísland trónir á toppi lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem tengjast málefnum hafsins. Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu en samkvæmt tölfræði OECD styðja 13,5 prósent af framlögum Íslands við þann málaflokk. Starf Íslands á þessu sviði er margháttað. Í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands leitast íslensk stjórnvöld við að stuðla að bættri afkomu og viðnámsþrótti í fátækum samfélögum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Meðal annars er unnið að byggðaþróun í strandsamfélögum í Malaví og Úganda ásamt héraðsyfirvöldum þar, og að hreinsun stranda í Síerra Leóne og Líberíu í samstarfi við alþjóðastofnanir. Þá er einnig unnið með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) við stefnumörkun á alþjóðavettvangi, auk þess sem íslenskir sjávarútvegssérfræðingar veita reglulega ráðgjöf til alþjóðastofnana sem vinna verkefni á þessu sviði. Ísland hefur einnig um árabil virkur þátttakandi í ProBlue sjóði Alþjóðabankans, sem sinnir málefum hafsins og þróun bláa hagkerfisins auk þess að stuðla að því að draga úr mengun í hafi. Loks má nefna að Sjávarútvegsskólinn, sem er hluti af GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, tekur árlega á móti sérfræðingum frá þróunarríkjum sem koma til námsdvalar á Íslandi auk þess að bjóða upp á styttri námskeið í þróunarlöndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Úganda Síerra Leóne Líbería Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent