Erfitt að geta ekki brosað til fólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan rúmar ekki fleiri sjúklinga og hefur verið brugðið á það ráð að senda sjúklinga til Akureyrar. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. Líkt og fram hefur komið er gjörgæslan yfirfull og senda hefur þurft sjúklinga, alvarlega veikt fólk, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Sigrún segir að mönnunarvandi sé mikill en að allt kapp sé lagt á að gera hlutina eins vel og hægt er. Fréttastofa fékk að fylgjast með aðstæðum á gjörgæslunni í Fossvogi dag en þar lágu inni sex sjúklingar með covid-19. Sigrún segir það taka á bæði andlega og líkamlega að starfa á gjörgæslunni í aðstæðum sem þessum ekki síst þegar það þarf að vera í sérstökum sóttvarnagalla klukkutímunum saman.Fréttastofa fékk að líta inn á gjörgæsludeild Landspítala í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Einangrað fyrir sjúklinga og starfsfólk „Það er bæði erfitt að vera í þessum galla, það tekur á, það er mjög heitt, maður tapar miklum vökva, maður kemur út mjög þyrstur og mjög þreyttur, þannig að líkamlega tekur þetta mjög mikið á. Andlega tekur þetta svakalega á. Maður getur ekki átt almennileg samskipti við fólk, maður er svo vanur að nota líkamstjáningu og andlitið, eins og að brosa framan í fólk. Allt í einu er maður búinn að vera að annast fólk sem hefur aldrei séð framan í mann. Maður getur ekki hleypt ættingjum í heimsókn og mér finnst það hræðilegt. Þetta verður svo einangrað. Þannig að þetta tekur á, andlega líka.“ Starfsfólk er klætt í hlífðarfatnað frá toppi til táar, með grímu, gleraugu og/eða hlífðarskjöld, með hanska og þarf að passa að snerta ekkert og má aldrei koma við grímuna eða maskann. Gríman er mun þéttari en þær bláu sem notaðar eru dagsdaglega þannig að fólki verður fljótt heitt, það verður erfitt að anda og gleraugun þokast þannig að það verður erfitt að sjá út um þau. Sigrún segir það þó ekki síður erfitt fyrir sjúklingana, sem bregður stundum við að sjá starfsfólk í hlífðargöllunum. „Fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning.“Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Eins og geimverur „Við erum búin að læra ýmsar leiðir fyrir samskipti og annað. En fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning, að vera bara með fullt af geimverum í kringum sig í bláum galla sem er að reyna að kalla til manns á bakvið þennan maska. Það heyrist verr í manni, maður þarf að beita röddinni, maður þarf einhvern veginn að hrópa á fólk til þess að það heyri og ég held það taki á fyrir alla, starfsfólk sem og sjúklinga,“ segir hún og bætir við að sjúklingarnir líki starfsfólki stundum við geimverur þegar það er klætt í sóttvarnagallana. Hún segir einnig mörg dæmi um þrýstingsáverka eftir grímurnar, sem eru svo þéttar að fólk getur hreinlega ekki gert svipbrigði undir þeim. „Þannig er það bara eftir góða vakt, þá ertu marinn í andlitinu.“ Venst þetta einhvern tímann? „Nei og mig langar ekkert að láta þetta venjast. Við erum orðin ansi fær í þessu. Maður er orðinn ansi góður í að klæða sig fljótt og hlaupa inn en ég ætla ekkert að láta þetta venjast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Líkt og fram hefur komið er gjörgæslan yfirfull og senda hefur þurft sjúklinga, alvarlega veikt fólk, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Sigrún segir að mönnunarvandi sé mikill en að allt kapp sé lagt á að gera hlutina eins vel og hægt er. Fréttastofa fékk að fylgjast með aðstæðum á gjörgæslunni í Fossvogi dag en þar lágu inni sex sjúklingar með covid-19. Sigrún segir það taka á bæði andlega og líkamlega að starfa á gjörgæslunni í aðstæðum sem þessum ekki síst þegar það þarf að vera í sérstökum sóttvarnagalla klukkutímunum saman.Fréttastofa fékk að líta inn á gjörgæsludeild Landspítala í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Einangrað fyrir sjúklinga og starfsfólk „Það er bæði erfitt að vera í þessum galla, það tekur á, það er mjög heitt, maður tapar miklum vökva, maður kemur út mjög þyrstur og mjög þreyttur, þannig að líkamlega tekur þetta mjög mikið á. Andlega tekur þetta svakalega á. Maður getur ekki átt almennileg samskipti við fólk, maður er svo vanur að nota líkamstjáningu og andlitið, eins og að brosa framan í fólk. Allt í einu er maður búinn að vera að annast fólk sem hefur aldrei séð framan í mann. Maður getur ekki hleypt ættingjum í heimsókn og mér finnst það hræðilegt. Þetta verður svo einangrað. Þannig að þetta tekur á, andlega líka.“ Starfsfólk er klætt í hlífðarfatnað frá toppi til táar, með grímu, gleraugu og/eða hlífðarskjöld, með hanska og þarf að passa að snerta ekkert og má aldrei koma við grímuna eða maskann. Gríman er mun þéttari en þær bláu sem notaðar eru dagsdaglega þannig að fólki verður fljótt heitt, það verður erfitt að anda og gleraugun þokast þannig að það verður erfitt að sjá út um þau. Sigrún segir það þó ekki síður erfitt fyrir sjúklingana, sem bregður stundum við að sjá starfsfólk í hlífðargöllunum. „Fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning.“Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Eins og geimverur „Við erum búin að læra ýmsar leiðir fyrir samskipti og annað. En fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning, að vera bara með fullt af geimverum í kringum sig í bláum galla sem er að reyna að kalla til manns á bakvið þennan maska. Það heyrist verr í manni, maður þarf að beita röddinni, maður þarf einhvern veginn að hrópa á fólk til þess að það heyri og ég held það taki á fyrir alla, starfsfólk sem og sjúklinga,“ segir hún og bætir við að sjúklingarnir líki starfsfólki stundum við geimverur þegar það er klætt í sóttvarnagallana. Hún segir einnig mörg dæmi um þrýstingsáverka eftir grímurnar, sem eru svo þéttar að fólk getur hreinlega ekki gert svipbrigði undir þeim. „Þannig er það bara eftir góða vakt, þá ertu marinn í andlitinu.“ Venst þetta einhvern tímann? „Nei og mig langar ekkert að láta þetta venjast. Við erum orðin ansi fær í þessu. Maður er orðinn ansi góður í að klæða sig fljótt og hlaupa inn en ég ætla ekkert að láta þetta venjast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira