Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2021 09:35 Þessi hnúðlax veiddist í Sandá Sífellt fleiri fréttir eru að berast af hnúðlaxi í ánum á landinu og er svo komið að það þykir ekki lengur frétt að sjá eða veiða þessa laxa. Upptalningin á ánum þar sem hnúðlaxar hafa veiðst er orðin ansi löng og vikulega bætast við ein til ár á þennan lista. Sandá er ein af þeim en þar veiddist þessi hængur sem er á meðfylgjandi mynd. Í sumum ánum er bara nokkuð mikið af þeim til dæmis í Soginu, Fögruhlíðarós, Brunná og Hvannadalsá bara svo nokkrar séu nefndar. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að drepa laxana sem veiðast, heilfrysta þá og senda á Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxinn er um þessar mundir að koma sér í hrygningu og það er þess vegna mikilvægt að fækka eins og kostur er í ánum en önnur úrræði en veiði eru til í boði fyrir okkur. Sem betur fer er hnúðlaxinn ekki orðinn sú plága sem hann er í nokkrum ám í Noregi þar sem það þarf hreinlega að draga á suma hylji til að tæma þá og hnúðlaxi. Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði
Upptalningin á ánum þar sem hnúðlaxar hafa veiðst er orðin ansi löng og vikulega bætast við ein til ár á þennan lista. Sandá er ein af þeim en þar veiddist þessi hængur sem er á meðfylgjandi mynd. Í sumum ánum er bara nokkuð mikið af þeim til dæmis í Soginu, Fögruhlíðarós, Brunná og Hvannadalsá bara svo nokkrar séu nefndar. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að drepa laxana sem veiðast, heilfrysta þá og senda á Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxinn er um þessar mundir að koma sér í hrygningu og það er þess vegna mikilvægt að fækka eins og kostur er í ánum en önnur úrræði en veiði eru til í boði fyrir okkur. Sem betur fer er hnúðlaxinn ekki orðinn sú plága sem hann er í nokkrum ám í Noregi þar sem það þarf hreinlega að draga á suma hylji til að tæma þá og hnúðlaxi.
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði